JARÐSKJÁLFTAHRINA hófst við Hveragerði um kl. 9 í gærmorgun. Stærstu skjálftarnir náðu 2,5 á Richterkvarða. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings voru upptök skjálftanna á tveimur stöðum. Fyrstu skjálftarnir hefðu átt upptök mjög vestarlega, suður undir Henglinum. Um 15 mínútum síðar hefðu komið skjálftar sem áttu upptök norður af Hveragerði.
Jörð skelfur við Hveragerði

JARÐSKJÁLFTAHRINA hófst við Hveragerði um kl. 9 í gærmorgun. Stærstu skjálftarnir náðu 2,5 á Richterkvarða. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings voru upptök skjálftanna á tveimur stöðum. Fyrstu skjálftarnir hefðu átt upptök mjög vestarlega, suður undir Henglinum. Um 15 mínútum síðar hefðu komið skjálftar sem áttu upptök norður af Hveragerði.

Ragnar sagði að frekar rólegt hefði verið á þessu svæði að undanförnu. Þessi skjálftahrina núna væri á engan hátt óvenjuleg. Skjálftarnir fundust nokkuð greinilega í Hveragerði.