ALFANÁMSKEIÐ verður haldið í Íslensku Kristskirkjunni að Bíldshöfða 10 frá 27. janúar til 31. mars (þriðjudagskvöld). Alfa er tíu vikna námskeið þar sem fólk hittist eitt kvöld í viku. Auk þess hittast þátttakendur einn laugardag eða helgi á miðju tímabilinu. Alfanámskeiðin urðu til fyrir meira en 10 árum í anglíkönsku kirkjunni Holy Trinity Brompton í London.
Safnaðarstarf

Íslenska Kristskirkjan

ALFANÁMSKEIÐ verður haldið í Íslensku Kristskirkjunni að Bíldshöfða 10 frá 27. janúar til 31. mars (þriðjudagskvöld).

Alfa er tíu vikna námskeið þar sem fólk hittist eitt kvöld í viku. Auk þess hittast þátttakendur einn laugardag eða helgi á miðju tímabilinu.

Alfanámskeiðin urðu til fyrir meira en 10 árum í anglíkönsku kirkjunni Holy Trinity Brompton í London. Námskeiðin hafa breiðst hratt út og eru nú kennd víða um heim og í mörgum kirkjudeildum. Áætlað er að á árinu 1997 hafi um hálf milljón manna tekið þátt í Alfa. Í október síðastliðnum voru um 4.000 námskeið í boði á Bretlandi.

Á kristin trú erindi við okkur í dag? Eða er kristindómurinn bara einhverjar goðsagnir án gildis í nútímasamfélagi?

Á námskeiðinu er fjallað á einfaldan og aðgengilegan hátt um kristna trú. Kennslan fer fram í fyrirlestrum og opnum umræðum í hópum.

Námskeiðskvöldin hefjast með léttum kvöldverði kl. 19. Eftir matinn er kennsla, svo er kaffihlé og að lokum eru umræður í hópum. Áætlað er að kvöldunum ljúki um kl. 22.

Á námskeiðinu myndast heimilislegt og persónulegt andrúmsloft. Allir geta tekið þátt í Alfa óháð skoðunum. Upplýsingar í síma 567 8800.Áskirkja. Æskulýðsfélag mánudagskvöld kl. 20.

Dómkirkjan. Kl. 11 barnasamkoma í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.

Friðrikskapella. Kyrrðarstund á hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni.

Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10­12. Æskulýðsfélagið mánudagskvöld kl. 20.

Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20.

Langholtskirkja. Fundir eldri deildar æskulýðsfélagsins, 15 ára og eldri í kvöld kl. 20.

Neskirkja. Starf fyrir 10­12 ára börn mánudag kl. 16. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10­12. Kaffi og spjall.

Árbæjarkirkja. Starf fyrir 7­9 ára stráka og stelpur kl. 13­14 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Æskulýðsfundur yngri deildar kl. 19.30­ 21.30 í kvöld. Starf fyrir 10­12 ára stráka og stelpur mánudag kl. 17­18. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra á mánudögum kl. 13­15.30. Fótsnyrting á mánudögum. Pantanir í síma 557 4521.

Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Æskulýðsfélag unglinga á mánudögum kl. 20.30. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 10­12.

Hjallakirkja. Æskulýðsfélag Hjallakirkju kl. 20.30 fyrir unglinga 13­15 ára. Prédikunarklúbbur presta er á þriðjudögum kl. 9.15­ 10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.

Kópavogskirkja. Samvera Æskulýðsfélagsins kl. 20 í safnaðarheimilinu Borgum.

Seljakirkja. Fundur KFUK mánudag. Fyrir 6­9 ára stelpur kl. 17.15­18.15 og fyrir 10­12 ára kl. 18.30­19.30. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10.

Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús kl. 20­22 æskulýðsfél. 13­15 ára.

Landakirkja, Vestm. KFUM & K Landakirkju, unglingafundur, kl. 20.30. Á morgun, mánudag, bænasamvera og biblíulestur í KFUM & K húsinu kl. 20.30.

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Svanur Magnússon. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður Traustason. Allir hjartanlega velkomnir.