Leikstjóri og höfundur: Þorsteinn Guðmundsson. Aðstleikstj.: Kristinn Guðmundsson. Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson. Leikendur: Guðmundur Magnússson, Guðjón Sigmundsson, Árni Salomonsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Jón Eiríksson, Jón Þór, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Þóra Sverrisdóttir, Kristinn Guðmundsson, Margrét Edda Stefánsdóttir, María Geirsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir. Föstudagur

Ekkert tímamótaverk

­ en góð skemmtun

LEIKLIST

Halinn, Hátúni 12

BÚKTALARINN

Leikstjóri og höfundur: Þorsteinn Guðmundsson. Aðstleikstj.: Kristinn Guðmundsson. Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson. Leikendur: Guðmundur Magnússson, Guðjón Sigmundsson, Árni Salomonsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Jón Eiríksson, Jón Þór, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, Þóra Sverrisdóttir, Kristinn Guðmundsson, Margrét Edda Stefánsdóttir, María Geirsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir. Föstudagur 16.janúar.

HALALEIKHÓPURINN hefur nú verið starfandi í á sjötta ár. Hefur hann á þeim tíma sett upp sex leikverk, þar af einn söngleik, auk Notaðs og nýs með kaffinu, sem var blönduð dagskrá af ýmsu tagi. Hópurinn starfar eftir kjörorðinu "leiklist fyrir alla".

Föstudaginn síðasta frumsýndi hópurinn sitt sjöunda leikverk, Búktalarann, en það er, eins og nafnið gefur til kynna, um búktalara.

Búktal er nokkuð sem fæstir Íslendinga þekkja nema af afspurn, nú þegar Baldur og Konni eru horfnir sjónum okkar.

Búktalarinn er eftir Þorstein Guðmundsson, sem jafnframt leikstýrir. Loftur, "uppgjafa"-búktalari á miðjum aldri, rifjar upp kvöldið sem hann skemmti í fyrsta sinn, líðan sína og fólkið sem hann hitti baksviðs á skemmtistaðnum.

Persónur verksins eru vel skrifaðar; fólk sem örlítið er farið að slá í, en trúir sjálft að hæfileikar þess eigi sér engin, a.m.k. lítil, takmörk. Loftur búktalari er sá eini sem virðist jarðtengdur. Persónurnar birtast áhorfanda gegnum augu hans, þar sem hann situr baksviðs og kvíðir frumraun sinni. Þar hittir hann m.a. Halldór (Jón Eiríksson), sem gefur sig út fyrir að vera töframaður og Sigrúnu svan (Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir), söngkonu í kvennakvartettnum Svönunum, sem leggur þó meiri metnað í eigin sólóferil sem sagnaþuls baksviðs. Ekki má svo gleyma hinum síþyrsta, og þ.a.l. sífulla, Valda hval (Árni Salomonsson), umboðsmanni og kynni.

Guðmundur Magnússson og Guðjón Sigmundsson léku Loft (eldri og yngri) og voru þeir báðir á sviðinu alla sýninguna. Það fyrirkomulag fannst mér heppnast nokkuð vel; Guðmundur (Loftur eldri) var í raun sögumaðurinn en Guðjón (Loftur yngri) sögupersónan.

Leikendur stóðu sig vel í hlutverkum sínum, en ég held að á engan sé hallað þegar ég segi að þeir Árni, Guðmundur og Jón Eiríksson hafi borið höfuð og herðar yfir aðra. Þó Búktalarinn sé alls ekkert tímamótaverk í íslenzkri leikritun þá skemmti ég mér vel, og var svo um fleiri.

Heimir Viðarsson