NÚ STYTTIST óðum í grásleppuvertíðina og fá margir vatn í munninn við tilhugsunina eina saman. Grásleppuhrognin eru dýrmæt afurð en Íslendingar hafa lagt sér hrognkelsi til munns um langan aldur, bæði grásleppu og rauðmaga, mörgum útlendingum til hins mesta hryllings. Algengast er að rauðmaginn sé etinn nýr en grásleppan bæði reykt og sigin.

Smjörsteikt grásleppa

með karrý og sinnepssósu

NÚ STYTTIST óðum í grásleppuvertíðina og fá margir vatn í munninn við tilhugsunina eina saman. Grásleppuhrognin eru dýrmæt afurð en Íslendingar hafa lagt sér hrognkelsi til munns um langan aldur, bæði grásleppu og rauðmaga, mörgum útlendingum til hins mesta hryllings. Algengast er að rauðmaginn sé etinn nýr en grásleppan bæði reykt og sigin. Á heimasíðu Rannsóknastofnunnar fiskiðnaðarins má þó finna nýstárlega matreiðsluaðferð á grásleppunni sem og margar aðrar forvitnilegar uppskriftir.

1 kg grásleppa

2 msk dijon sinnep

2 rif hvítlaukur

1 peli rjómi

2 tsk karrý

1 msk rósapipar, mulinn

100 g sveppir

2 msk smjör

Grænmetissalt og pipar eftir smekk

100 g rúgmjöl

Snyrtið grásleppuna, veltið henni upp úr rúgmjöli og kryddið með grænmetissalti og pipar. Skerið hvítlauk og sveppi. Setjið 1 msk smjör í pott og steikið hvítlaukinn og sveppi í 2 mín. Bætið karrý, rósapipar og dijon sinnepi út í. Steikið áfram í 1 mín., hellið rjómanum út á. Takið af hitanum. Bræðið 1 msk af smjöri á pönnu og steikið fiskinn í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið. Hitið sósuna og hellið yfir fiskinn. Borið fram með kartöflum og brauði.