Ragnhildur Sigbjörnsdóttir Komið til mín allir þeir, sem erfiði og þunga eru hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. (Mattheus 11, 28.) Ég átti því láni að fagna að fá tækifæri til að kynnast Ranghildi þegar við unnum saman um nokkurt skeið á Heilsugæslustöðinni á Höfn. Tókust strax með okkur góð kynni sem héldust þó ég flyttist búferlum. Ragnhildur tók mér í upphafi mjög vel og var mér mikilstoð og stytta þegar ég hóf störf þar sem læknaritari. Það var margs að spyrja í nýju starfi og varð ég þess fljótlega vör að Ragnhildur var heil fróðleiksnáma á ýmsum sviðum. En hæst fannst mér bera frábæra íslenskukunnáttu, en þar hafði hún allar stafsetningar- og málfræðireglur á hreinu að ógleymdri setningarfræðinni. Stundum líkti ég henni við alfræðiorðabók sem hægt var að fletta uppí eftir þörfum.

Margs er að minnast um góðan vinnufélaga og minningarnar sækja að huga mínum. En efst stendur minning um myndarlega og góða konu sem mikil reisn var yfir, húnvar hógvær og lítillát, en lá þó ekkiá skoðunum sínum ef svo bar við. Með afbrigðum vel greind, geðgóð og hláturmild í góðra vina hópi. Þó fannst mér alltaf skyggja á gleði hennar hversu mjög hún syrgði eiginmann sinn, Kjartan Árnason, héraðslækni, er lést árið 1978.

Aðstandendum Ragnhildar semnú eiga um sárt að binda votta ég mína dýpstu samúð.

Blessuð sé minning hennar.

Valborg Einarsdóttir