Minning: Ólafía Jochumsdóttir Í dag verður til moldar borin frænka mín Ólafía Jochumsdóttir, eða Lóa, eins og ættingjar og vinir kölluðu hana. Lóa lést 30. okt. sl. eftir að hafa átt við veikindi að stríða síðustu 2-3 árin.

Lóa ól allan sinn aldur í Reykjavík. Hún fæddist 17. sept. 1912, dóttir hjónanna Diljár Tómasdóttur frá Esjubergi á Kjalarnesi og Jochums Þórðarsonar frá Móum á Kjalarnesi. Var hún ein af 8 börnum þeirra hjóna, hin voru: Matthías, Tómas, Þóra eldri sem lést mjög ung, Ásta, Karítas, Magnús og Þóra yngri. Þau sem eftir lifa og fylgja systur sinni til grafar í dageru Matthías, Ásta og Magnús.

Lóa hefur verið u.þ.b. tveggja ára þegar faðir hennar lést, en hann var sjómaður og drukknaði, þá var yngsta barnið ekki fætt. Það þarf ekki að fjölyrða um hvernig það hefur verið fyrir móður í þá daga að standa ein uppi með 7 börn, enda fór svo að amma varð að koma börnum sínum í fóstur, sum fóru til vandalausra, önnur til skyldmenna. Lóa fór til móðurskyldfólks síns, þeirra Guðbjargar Jónsdóttur og Guðjóns Þórólfssonar og ólst hún upp ásamt börnum þeirra, þeim Jóni, Þorbirni og Guðrúnu, sem þá buggu við Lindargötuna. Ég heldað Lóa hafi átt góða æsku því hún mat uppeldisforeldra sína mjög mikils, eins var hún mjög tengd uppeldissystkinum sínum sem voru mun eldri en hún. Lóa starfaði við verslunarstörf fram til þess að hún giftist.

Þann 18. sept. 1942 gekk Lóa að eiga mann sinn, Sigvalda Stefánsson frá Kleifum í Gilsfirði, hann lést í mars 1973. Sigvaldi var mikill ágætismaður, bæði stilltur og dagfarsprúður, og var sambúð þeirra hjóna mjög góð. Enda þótt þeim hjónum yrði ekki barna auðið sóttu systkinabörn þeirra mjög til þeirra, þá hafði Lóa gjarnan á orði að börnin væru að heimsækja Sigvalda en ekki sig, því Sigvaldi væri barnagælan á heimilinu.

Heimili Lóu og Sigvalda var lengst af á Hagamel 6, þar bjugguþau í hartnær þrjátíu ár ásamt uppeldissystkinum Lóu. Þar var gott að koma