Kristín Anna Þórarinsdóttir Það hefur borið til óþarflega oft, að Íslendingar hafa þurft að sjá á eftir sínum bestu leikkonum í miðjum önnum á besta aldri. En þannig var það þó með Stefaníu Guðmundsdóttur, Soffíu Guðlaugsdóttur, Helgu Valtýsdóttur og Öldu Möller. Og nú er röðin komin að Kristínu Önnu Þórarinsdóttur, dóttur Öldu. Hún lést aðfaranótt sunnudags, rúmlega fimmtug að aldri. Þau leikslok komu að vísu ekki á óvart, því að hinar síðustu vikur varð ljóst, að hverju dró. Og þó var ekki nema hálft ár, síðan hinn válegi sjúkdómur gerði vart við sig