8. maí 1998 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Handverkssýning að Hrafnagili í sumar

HANDVERKSSÝNING verður að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit nú í sumar líkt og síðustu fimm sumur. Sýningin verður dagana 13. til 16. ágúst. Sýningin verður með áþekku sniði og undanfarin ár og verður lögð sérstök áhersla á líflegt útisvæði og að efla kynni meðal handverksfólks.
Handverkssýning að Hrafnagili í sumar

HANDVERKSSÝNING verður að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit nú í sumar líkt og síðustu fimm sumur. Sýningin verður dagana 13. til 16. ágúst.

Sýningin verður með áþekku sniði og undanfarin ár og verður lögð sérstök áhersla á líflegt útisvæði og að efla kynni meðal handverksfólks.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þykir ástæða til að árétta það að sýningin verður haldin í sumar vegna misskilnings sem fram kom í fréttabréfi Handverks og hönnunar, 1. tbl. 5. árg., en þar eru látnar í ljós efasemdir um að sýningin verði haldin.

Skipuð hefur verið sýningarstjórn og í henni eiga sæti Birgir Þórðarson, Guðrún Hadda Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.