13. maí 1998 | Úr verinu | 276 orð

Tröllageirssíli og kjáni nýir fiskar við landið

Fjöldi sjaldgæfra fiska veiddist á síðasta ári

VÆR nýjar og fjöldi sjaldgæfra fisktegunda veiddust innan 200 mílna landhelgismarkanna á síðasta ári, samkvæmt samantekt þeirra Gunnars Jónssonar, Vilhelmínu Vilhelmsdóttur og Jónbjörns Pálssonar starfsmanna Hafrannsóknastofnunar í Sjómannablaðinu Víkingi.

Tröllageirssíli og kjáni

nýir fiskar við landið

Fjöldi sjaldgæfra fiska

veiddist á síðasta ári

VÆR nýjar og fjöldi sjaldgæfra fisktegunda veiddust innan 200 mílna landhelgismarkanna á síðasta ári, samkvæmt samantekt þeirra Gunnars Jónssonar, Vilhelmínu Vilhelmsdóttur og Jónbjörns Pálssonar starfsmanna Hafrannsóknastofnunar í Sjómannablaðinu Víkingi. Nýju tegundirnar voru annars vegar tröllageirssíli sem veiddist í ágúst á rækjuslóð út af Vestfjörðum og hins vegar fiskur sem gefið var hið óviðjafnanlega nafn "kjáni". Tveir kjánar veiddust, annar sunnan Vestmannaeyja og hinn á Reykjaneshrygg.

Tröllageirssílið sem um ræðir er í hópi stærstu geirssílategunda í Atlantshafi og getur náð meira en 50 sentimetra lengd. Íslenska sílið var þó aðeins 23 sentimetrar. Kjánarnir tveir voru enn meiri tittir, sá fyrri var aðeins 9,5 sentimetrar og sá seinni 15 sentimetrar. Tvær tegundir kjána lifa í Norður-Atlantshafi og eru þeir skyldir skötusel.

Sæsteinssuga og slímáll

Ef við skoðum nokkrar tegundir sem áður höfðu veiðst og þekkst og sáust aftur í þetta sinn, má nefna hina geðþekku sæsteinsugu og frænda hennar slímálinn og einn álinn enn, hafálinn, en þrír slíkir veiddust, sá stærsti 118 sentimetra langur við Vestmannaeyjar. Þá má nefna brandháf, hvítskötu, stuttnef, ægisanga, norræna gulldeplu, gljálaxsíld, litla og stóra földung, margreifa, geirnef, silfurkóð, vogmær, dökksilfra, marsilfra, ennisfisk, búrfisk, brynstyrtlu, makríl, túnfisk, svarthveðni, bretahveðni, svartgómu, gaddahrognkelsi, stóra sogfisk, sandhverfu, lúsifer, drekahyrnu, svarthyrnu og surt. Síðast en ekki síst mjúkhaus, úthafsanga, drumb, þrömmung og Tómasarhnýtil.

Gráháfur frá Skotlandi

Loks má nefna 146 sentimetra, 12,4 kílógramma gráháf, sem veiddist á 220 til 275 metra dýpi í Síðugrunnskanti. Aðeins tvisvar áður, árin 1911 og 1912, hafði þessi fisktegund veiðst áður og þessi tiltekni gráháfur hafði verið merktur við Isle of Tiree við Skotland í júlí 1994.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.