Kristín Anna Þórarinsdóttir Örstutt minning um Kristínu Önnu Þórarinsdóttur Anna Stína er dáin. Dauðastríðið háði hún af einstæðu æðruleysi. Hún var leikkona, afburða upplesari og, þegar bezt lét, frábær listakona. Sem leikmaður minnist ég meðal annars söngs hennar með Lárusi Pálssyni, sem er mér ógleymanlegur.

Við starfsfélagar hennar í STEFi kveðjum hana með hlýhug og virðingu. Ástvinum hennar sendum við beztu samúðarkveðjur.

Sigurður Reynir Pétursson