TÍMARITIÐ Heimsmynd hefur náð samningum við alþjóðlegu útgáfuna World Paper og fylgir íslensk útgáfa þess nýjasta tölu blaði Heimsmyndar. World Pap er, sem hefur höfuðstöðvar í Boston, fjallar um alþjóðleg mál efni og sérfræðingar frá öllum heimshornum

Tímarit:

World paper fylgir Heimsmynd

TÍMARITIÐ Heimsmynd hefur náð samningum við alþjóðlegu útgáfuna World Paper og fylgir íslensk útgáfa þess nýjasta tölu blaði Heimsmyndar. World Pap er, sem hefur höfuðstöðvar í Boston, fjallar um alþjóðleg mál efni og sérfræðingar frá öllum heimshornum skrifa í blaðið. World Paper kemur út mánaðar lega og birtist samtímis í rúm lega 20 tímaritum víða um heim. Heildarupplag blaðsins er rúm milljón eintök. Í þessu fyrsta tölu blaði World Paper á Íslandi er fjallað um þriðju heimstyrjöldina sem er háð gegn nátturunni.

Herdís Þorgeirsdóttir, ritstjóri Heimsmyndar, sagði að hér væri um tímamóta útgáfu að ræða. "Heimsmynd er tímarit á heims mælikvarða enda hefði ekki hvaða blað sem er fengið World Paper. Forráðamenn útgáfunar fóru vand lega yfir blaðið og hrifust af því hve glæsilegt og fjölbreytt það væri," sagði Herdís. Hún bætti því við að World Paper væri viðbót við Heimsmynd en efnistök blaðsins væru óbreytt og tímaritið er nú rúmlega 130 blaðsíður að stærð.