Dr. Hinrik H. Frehen biskup - Minning Dr. Hinrik Hubert Frehen biskup kaþólska safnaðarins á Íslandi andaðist að morgni síðasta dags októbermánaðar. Hinrik Frehen fæddist 24. janúar
1917 í héraðinu Waubach syðst í Hollandi við landamæri Þýskalands og Belgíu. Að loknu námi í menntaskóla Montfort-presta í Schimmert gekk hann í reglu þeirra og vann regluheit sín 8. september 1937. Þá hóf hann nám í heimspeki og guðfræði í prestaskóla Montfortpresta í Oirschot í Hollandi og meðtók prestvígslu 18. desember 1943.
Um eins árs skeið var Hinrik Frehen kennari við fyrrnefndan skóla Montfort-presta í Schimmert, en hélt síðan áfram námi við háskólann í Louvain í Belgíu. Þar lauk hann doktorsprófi með ritgerð um Kristsfræði Bérulle kardínála. Næstu sex árin var Hinrik Frehen prófessor í biblíuskýringum við prestaskólann í Oirschot og lagði jafnframt stund á Austurlandamál við háskólann í Nijmegen. Því næst var honum veitt prófessorsembætti í trúfræði og trúarlífssögu, einnig við prestaskólann í Oirschot. Árið 1958 varð hann yfirprestur í Mont fort-reglunni og framkvæmdastjóri trúboðsstöðvar, fyrst í Louvain og síðar í Róm. Hinn 18. október 1968 var Hinrik Frehen útnefndur til biskups á Íslandi og þáði vígslu 8. desember sama ár í heimabæ sínumí Waubach. Aðeins tveimur dögum síðar birtist hér á landi mynd af hinum nývígða biskupi. Broshýr og mildur svipurinn gaf góð fyrirheit.
Hugur minn hvarflar til fyrstu jólamessunnar, sem hann söng hérá landi. Góðlegur og glaðlegur gekk hann að athöfn lokinni um kirkjuna, blessaði söfnuðinn og gældi við smábörnin.
Ég minnist þess einnig, þegar Hinrik Frehen kom í fyrsta skipti í heimsókn á heimili mitt, klæddur rauðum biskupskyrtli. Hann var ræðinn og skemmtilegur og hvorttveggja í senn lítillátur og lotning arverður. Við í fjölskyldunni höfðum öll yndi af komu hans. Það barst í tal, að ég ætti að taka stúdentspróf í efnafræði morguninn eftir, og sagðist hann ætla að biðja fyrir mér.
Kvöld eitt snemma árs 1974 fórég sem oftar í gönguferð eftir langa innisetu. Eftir að hafa rölt nokkra stund um strætin í hverfinu lá leið mín eins og ósjálfrátt að bústað biskupsins á Egilsgötu, en hannhafði oft haft á orði, að ég kæmitil sín í heimsókn. Það var eins og höfðingja hefði borið að garði, en ekki ráðvilltan námsmann. Heimsókn mín átti aðeins að verða stutt, en komið var undir miðnætti, þegarég bauð loks góða nótt. Við gleymdum okkur yfir gömlum skjölum og bókum, sem biskupinn hafði viðað að sér erlendis og fjölluðu flest um sögu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Hann hvatti mig nú til þess að skrifa um þetta efni prófritgerð við Háskólann, og skyldi hann aðstoða mig með efnisöflun og ráðgjöf. Þegar ég hélt heim á leið í náttmyrkr inu, hafði kviknað vonarljós í sálinni. Það var þá eftir allt saman ekki merkingarlaus hégómi, semég var að fást við. Og það sem ekki var síður mikils um vert: Biskupinn hafði sýnt mér traust.
Eftir þetta stóðu mér ætíð opnar dyr á heimili biskupsins. Þau voru mörg þung sporin, sem ég átti tilhans, en það brást aldrei, að ég færi léttstígari af hans fundi. Biskupinn var margfróður, mikill mannþekkjari og hafði næman skilning á því, sem bærist í brjósti leitandi manns. Samræður við hann voru ekki einvörðungu raunabót, þegar svo bar undir, heldur á stundum sönn lífsnautn.
Hinrik Frehen mátti þola mót gang og aðfinnslur í embætti sínu. En um það verður ekki deilt, að á biskupsárum hans dafnaði kirkjan og blómgaðist að ytri ásýnd og innri styrk. Stofnuð var ný sókn í Breiðholti og kirkja þar vígð, hús reist fyrir biskup og presta og liðsmönnum fjölgaði. Í biskupstíð Hinriks Frehen létu fimm ungir menn vígjast til prestsþjónustu í söfnuðinum, en hinum sjötta auðnaðist ekkitil þess aldur. Slíkur fjöldi nýrra presta í svo litlum söfnuði heyrir til tíðinda í öðrum löndum. Hér munaði um hlut Hinriks biskups. En mér er það sérstakt gleðiefni að geta minnst hans um leið og þess manns er getið, sem einhver ágætastur hefur verið á Íslandi. Fyrir tilstuðlan Hinriks Frehen lýsti páfinn Þorlák biskup Þórhallsson opinberlega sannhelgan mann og verndardýrling íslensku þjóðarinnar. Var nú fullnað það verk, sem hófst á alþingi nær átta öldum fyrr. Greinin litla af meiði móðurkirkjunnar hafði fengið íslenskar rætur. Þorlákur biskup var einnig umdeildur maður og um margt fyrir sömu sakir og málsvari hans í páfagarði. Hann var eindreginn talsmaður kirkju sinnar og strangur við þá, sem ekki gegndu umvöndun hansog fortölum. En Þorláki er einnig svo lýst, að hann hafi verið maður heilráður, lastvar og mjúklyndur með sannri ást og elsku bæði við guð og menn. Og þannig vil ég minnast Hinriks biskups.
Það var mér ljúf skylda að verða við ósk biskupsins á liðnu sumri, þegar hann bað mig um að þýða ritling einn um þjáninguna í lífi manna eftir stofnanda þeirrar reglu, sem hann var í, heilagan Montfort. "Þetta á að verða vitnisburður minn," sagði hann og leit á mig mildum, broshýrum augum. Með viðmóti sínu og hugrekki á erfiðri píslargöngu á síðasta skeiði ævi sinnar var hann sjálfur sönn fyrirmynd um staðfestu í trúnni undir oki krossins.
Megi hið eilífa ljós lýsa honum. Hann hvíli í friði.
Gunnar F. Guðmundsson