21. júní 1998 | Ferðalög | 268 orð

Vegahandbókin 25 ára NÝ vegahandbók er

NÝ vegahandbók er komin út og eru 25 ár liðin frá fyrstu útgáfu. Höfundur frumtextans var Steindór Steindórsson, skólameistari frá Hlöðum og minnist Örlygur Hálfdanarson hans sérstaklega í upphafi bókarinnar nýju bókarinnar. Meðal nýs efnis má m.a. nefna skrá yfir öll mannanöfn sem er að finna í bókinni.

Vega-

handbók-

in 25 ára

NÝ vegahandbók er komin út og eru 25 ár liðin frá fyrstu útgáfu. Höfundur frumtextans var Steindór Steindórsson, skólameistari frá Hlöðum og minnist Örlygur Hálfdanarson hans sérstaklega í upphafi bókarinnar nýju bókarinnar.

Meðal nýs efnis má m.a. nefna skrá yfir öll mannanöfn sem er að finna í bókinni. Skráin auðveldar við að fletta upp á einstökum mönnum, verum eða vættum, sem koma við sögu, hvort heldur það eru fornkappar eins og Egill Skallagrímsson, frelsishetjan Jón Sigurðsson, listaskáldið Jónas Hallgrímsson, draugarnir Tumi og Flóða-Labbi, Hít tröllkona eða Bakkabræður. Í bókinni er jafnframt ítarleg staðanafnaskrá.

Rauði kross Íslands leggur til kafla um skyndihjálp í bókina, sem nefnist Viðbrögð á slysstað og er eftir Sigríði B. Þormar, deildarstjóra. Í inngangsorðum kaflans segir hann: "Á lífsleiðinni getur það hent okkur öll að koma þar að, sem slys hefur átt sér stað. Hvort sem um er að ræða lítilsháttar skrámur eða alvarleg slys, er mikilvægt að kunna skyndihjálp. Því fleiri sem kunna grundvallaratriði skyndihjálpar, því meiri líkur eru á að draga megi úr afleiðingum slyss."

Í bókinni er nýtt og ítarlegt kort af gönguleiðum á Reykjanesi. Kortið er skreytt táknrænum myndum úr sögu og samtíð. Gönguleiðakort eru einnig frá Úlfljótsvatni og Þingvöllum. Þá er gönguleiðum norðan og norð-vestan Snæfellsjökuls lýst með korti, í myndum og máli. Þessar gönguleiðalýsingar eru mikill fengur fyrir þá sem vilja hvíla bílinn um stund og leggja land undir fót.

Íslenska vegahandbókin er 512 blaðsíður. Ritstjórn var í höndum Örlygs Hálfdanarsonar, Hálfdans Ómars Hálfdanarsonar og Leo Munro. Eldri útgáfur bókarinnar frá árinu 1973 er hægt að leggja fram á móti þeirri nýju og lækkar verðið.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.