24. júní 1998 | Úr verinu | 148 orð

Kjáni í Náttúrugripasafnið í Eyjum

Vestmannaeyjum-Skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK færðu Náttúrugripasafninu í Eyjum sjaldgjæfan furðufisk í vikunni. Fiskurinn er nefndur kjáni, en þetta er þriðji fiskurinn sem vitað er til að veiðst hafi hér við land og annar sem skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni fá.
Morgunblaðið/Sigurgeir Kjáni í Náttúrugripasafnið í Eyjum

Vestmannaeyjum - Skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK færðu Náttúrugripasafninu í Eyjum sjaldgjæfan furðufisk í vikunni. Fiskurinn er nefndur kjáni, en þetta er þriðji fiskurinn sem vitað er til að veiðst hafi hér við land og annar sem skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni fá.

Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að fiskurinn hefði komið í trollið hjá Hrafni þegar skipið var að gulllaxveiðum á 150 faðma dýpi sunnan við Surtsey. Fiskurinn er um 16 cm langur og sagði Kristján mjög lítið vitað um hann. Gunnar Jónsson, fiskifræðingur, sem væri allra manna fróðastur um sjaldgæfa fiska hér við land, væri nú staddur í vinnuferð í Þýskalandi þar sem hann ætlaði m.a. að afla upplýsinga um hvort þessi fiskur væri þekktur einhvers staðar, því ekki væri vitað hvort hann hefði fundist annars staðar í heiminum eða hvort hér væri á ferðinni ný og áður óþekkt fiskitegund.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.