28. júní 1998 | Sunnudagsblað | 122 orð

Skjaddi

American Shad (Alosa Sapidissima)

SKJADDI er af síldarætt og gengur úr sjó í ferskvatn til að hrygna. Skjaddi er algengur með Atlantshafsströnd Norður-Ameríku, allt frá Nýfundnalandi til Flórída. Hann heldur sig í 8C heitum sjó eða hlýrri. Fiskurinn er silfurlitur með blágræna slikju á baki. Hann getur orðið um 75 cm langur og um sjö kíló að þyngd.

Skjaddi

American Shad (Alosa Sapidissima)

SKJADDI er af síldarætt og gengur úr sjó í ferskvatn til að hrygna. Skjaddi er algengur með Atlantshafsströnd Norður-Ameríku, allt frá Nýfundnalandi til Flórída. Hann heldur sig í 8 C heitum sjó eða hlýrri.

Fiskurinn er silfurlitur með blágræna slikju á baki. Hann getur orðið um 75 cm langur og um sjö kíló að þyngd. Sjaldgæft er þó að fá stærri fiska en 45-50 sm langa og þriggja til sex punda í kanadískum ám.

Skjaddi er vinsæll sportveiðifiskur, veiddur bæði á flugu og spún, eða svonefnda skjaddapílu (shad dart). Hann þykir ljúffengur til átu, en með mikið af beinum líkt og aðrir síldfiskar.

Morgunblaðið/Guðni SHAWN Young heitir þessi ungi piltur sem setti í vænan skjadda í Annapolis ánni.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.