4. júlí 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Þreytir Viðeyjarsund

KRISTINN Magnússon sundkappi ætlar að synda Viðeyjarsund í dag, laugardag. Hann mun hefja sundið frá bryggjunni í Viðey og taka land í Reykjavíkurhöfn við Suðurbugt, sem er á milli Miðbakkans og Ægisgarðs. Sundið er um 4,5 kílómetrar og mun bátur fylgja honum á sundinu. Kristinn áætlar að leggja af stað frá Viðey uppúr þrjú á laugardaginn ef veður leyfir.
Þreytir

Viðeyjar-

sund

KRISTINN Magnússon sundkappi ætlar að synda Viðeyjarsund í dag, laugardag. Hann mun hefja sundið frá bryggjunni í Viðey og taka land í Reykjavíkurhöfn við Suðurbugt, sem er á milli Miðbakkans og Ægisgarðs. Sundið er um 4,5 kílómetrar og mun bátur fylgja honum á sundinu.

Kristinn áætlar að leggja af stað frá Viðey uppúr þrjú á laugardaginn ef veður leyfir. Hann reiknar með að synda hvern kílómetra á 15 til 20 mínútum en hraðinn fari eftir straumum og vindum.

Undirbúningur fyrir Drangeyjarsund

Sundið er liður í undirbúningi fyrir Drangeyjarsund sem Kristinn hyggst þreyta síðar í sumar, en það er 8 km. Hann syndir á hverjum degi í sjónum í Nauthólsvík, frá tuttugu mínútum á dag, upp í allt að einni og hálfri klukkustund.

"Ég syndi Viðeyjarsundið aðallega til að prófa andlegu hliðina, til að sjá hvernig mér líður. Ég mun láta bát fylgja mér, ég nenni ekki að standa í neinni fífldirfsku og ætla að komast lifandi frá þessu öllu saman. Aðalmálið er að öryggið sé í lagi," sagði Kristinn sem synti Bessastaðasundið um daginn og lenti þá í nokkrum vandræðum með að komast á land að loknu sundinu.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.