EKKI er ljóst hvort nýr maður tekur við stöðu umhverfis- og landbúnaðarráðherra ef Guðmundur Bjarnason verður ráðinn framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sem nú virðist allt útlit fyrir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið rætt um að núverandi ráðherrar Framsóknarflokksins, til dæmis félagsmálaráðherra og utanríkisráðherra,
Umhverfis- og landbúnaðarráðherra hættir um áramót

Óvíst að nýr ráðherra taki við

EKKI er ljóst hvort nýr maður tekur við stöðu umhverfis- og landbúnaðarráðherra ef Guðmundur Bjarnason verður ráðinn framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, sem nú virðist allt útlit fyrir.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið rætt um að núverandi ráðherrar Framsóknarflokksins, til dæmis félagsmálaráðherra og utanríkisráðherra, skipti með sér störfum hans það sem eftir er af kjörtímabilinu.

Í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Guðmundur gera ráð fyrir að hætta þingmennsku og ráðherrastörfum um næstu áramót, en þá tekur Íbúðalánasjóður til starfa. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir þó að einn möguleiki sé að Guðmundur starfi eitthvað fram yfir áramót, og má þá gera ráð fyrir að ekki verði fenginn annar í ráðherrastólinn á þessu kjörtímabili.

Undirbúningsnefnd um stofnun Íbúðalánasjóðs komst samhljóða að þeirri niðurstöðu í gærmorgun að Guðmundur Bjarnason umhverfis- og landbúnaðarráðherra væri hæfasti umsækjandinn um stöðu framkvæmdastjóra sjóðsins. Stefnt er að því að viðræðum við hann um ráðningu ljúki í næstu viku.

Hyggst láta/10