Menn tala um að bráðum tíðin batni, að börnin okkar lífsins gæði fái, að land og saga verða undir vatni, að víst þá drjúpi ál af hverju strái. En takmörk eru fyrir mannsins frelsi, hans flestar kenndir geta stefnt í öfgar og þegar löngun hans er orðin helsi úr huga týnist það sem manninn göfgar.
KRISTJÁN HREINSSON

HÁGÖNGUSONNETTAN

Menn tala um að bráðum tíðin

batni, að börnin okkar lífsins gæði fái,

að land og saga verða undir

vatni, að víst þá drjúpi ál af hverju

strái.

En takmörk eru fyrir mannsins

frelsi, hans flestar kenndir geta stefnt

í öfgar og þegar löngun hans er orðin

helsi úr huga týnist það sem manninn

göfgar.

Sú þjóð sem átti falinn mikinn

forða mun feðra sinna undraveröld

gleyma ef aðeins græðgi börnin fá að

borða og beiskir drykkir niður kverkar

streyma.

Á milli þess sem var og hins sem

verður er vegur manns úr

rafmagnsþráðum gerður. Höfundurinn er skáld í Reykjavík.