KÚVENDING hefur orðið í veiði í Soginu í sumar miðað við síðustu ár sem hafa þótt mögur. Í gær voru komnir 304 laxar á land úr ánni, en allt síðasta sumar veiddust þar aðeins 252 laxar. Besta sumarið seinni árin var 1995 en þá veiddust 300 laxar. Veitt er í Soginu til 20.

Veiðin í Soginu

hefur stórbatnað

KÚVENDING hefur orðið í veiði í Soginu í sumar miðað við síðustu ár sem hafa þótt mögur. Í gær voru komnir 304 laxar á land úr ánni, en allt síðasta sumar veiddust þar aðeins 252 laxar. Besta sumarið seinni árin var 1995 en þá veiddust 300 laxar.

Veitt er í Soginu til 20. september og þar sem áin er ein af þessum svokölluðu síðsumarsám ljóst að veiðin verði einhver hin mesta um langt árabil. Menn telja að allmikill lax sé í ánni, en mest af honum er smálax, 4 til 7 punda, og stórlaxar hafa verið fáir þótt fjöldi fiska sé mikill.

Alviðrusvæðið hefur verið drýgst, þar voru í gær komnir 108 laxar á land, 92 voru komnir úr Bíldsfelli, 61 úr Ásgarði og 42 úr Syðri-Brú. Athyglisverð er talan úr Syðri-Brú, því þar er aðeins veitt á eina stöng og nær allir laxarnir eru veiddir á sama veiðistaðnum, Landaklöpp. Við þetta má bæta, að einn lax hefur veiðst á silungasvæðinu í Ásgarði og nokkrir fiskar til viðbótar úr Þrastarlundi og Torfastöðum. Líklega er heildarveiðin nálægt 325 löxum þegar allt er talið.

Haukadalsá og Laxá góðar

Það hafa heldur betur orðið umskipti í Laxá í Dölum og Haukadalsá, en þar hafa síðustu sumur verið mögur. Laxá var í vikulokin mjög nálægt fjögurra stafa tölu, heildarveiðin komin í 950 til 960 laxa. Síðasta sumar var veiðin 764 laxar. Haukadalsáin hefur tekið jafnvel enn betur við sér, í vikulok voru komnir um 830 laxar á land, en allt síðasta sumar veiddist þar 331 lax.

Fréttir úr ýmsum áttum

Það er farið að veiðast í Tungufljóti í Vestur-Skaftafellssýslu, bæði sjóbirtingur og lax. Þykir mönnum birtingurinn vera fremur snemma á ferð, en þetta eru þó engar stórgöngur enn þá. Einn sem var nýverið í fljótinu fékk tvo laxa og sex birtinga, annar var í einn dag og fékk einn lax, tvo birtinga og tvær vænar bleikjur. Var sá afli allur tekinn á flugu. Þetta lofar góðu fyrir Tungufljót, því allur besti tíminn er eftir.

Það hefur örlítið glaðnað yfir Gljúfurá í Borgarfirði og fyrir nokkru var þar holl sem fékk 12 laxa. Það eru 3 stangir á tveimur dögum. Síðan hafa menn reytt upp lax og heildarveiðin er nú nálægt 125 löxum. Það er lélegt, en það er þó reytingur af laxi í ánni.STÓRLAX hefur sig til flugs ...