Stöð215.55 Góðan daginn, Timothy (Bonjour Timothy, '95), er komin yfir hálfan hnöttinn frá Nýja Sjálandi. Unglingamynd um nemendur, ástir og prakkarastrik. AMG gefur , (af 4). Stöð221.05 Butch Cassidy og Sundance Kid (Butch Cassidy and the Sundance Kid, '69).


LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð 2 15.55 Góðan daginn, Timothy (Bonjour Timothy, '95) , er komin yfir hálfan hnöttinn frá Nýja Sjálandi. Unglingamynd um nemendur, ástir og prakkarastrik. AMG gefur , (af 4). Stöð 2 21.05 Butch Cassidy og Sundance Kid (Butch Cassidy and the Sundance Kid, '69) .Sjá umfjöllun annarsstaðar á síðunni Sýn 21.00 Fyrir áskrifendur Stöðvar 2 og Sýnar bíður sannkallaður Salómonsdómur, svo erfitt er að gera upp á milli vestrans Butch... og gamanmyndarinnar Framleiðendurnir (The Producers, '68) , tveggja úrvalsmynda sem sýndar eru á sama tíma. Framleiðendurnir , , er svo dæmalaust fyndin að ég horfi á hana reglulega, mér til ánægju og heilsubótar. Brooks leikstýrir og skrifar þessa makalausu satíru um svikahrapp, framleiðanda (Zero Mostel) á Broadway og samviskusama bókarablókina hans, sem Gene Wilder gerir óborganlega. Hrappurinn vill setja upp versta skell í sögu Broadwayleikhúsa og stinga síðan sjálfur af með peninga hluthafanna. Eftir stranga leit finnst kjörið efni í hraksmánarlega útreið; Springtime For Hitler, söngleikur um Adolf nokkurn Hitler. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Hér nýtur hömlulaus gálgahúmor Brooks sín stórkostlega í þessu snilldarverki fáránleikans. Ótrúleg mynd sem er ólýsanleg, og menn verða að upplifa. Brooks er studdur af geggjuðum leikurum í geggjuðum hlutverkum; fyrst og fremst Wilder og Mostel, sem er ógleymanlegur í leit sinni að hluthöfum skellsins, sem fer einkum fram á elliheimilum. Litlu síðri eru Kenneth Mars, sem "leikskáldið" góða, Dick Shawn sem snarruglaður Adolf og Renee Taylor sem hinn hýri og ofur listræni leikstjóri söngleiksins. Sjónvarpið 21.10 Keppinautar (True Colors, '91) , , er dáðlítil mynd um tvo ólíka laganema (John Cusack og James Spader), sem koma úr enn ólíkari þjóðfélagsstéttum. Nær aldrei tökum á áhorfendum, er alltof ósennileg en bærilega leikin. Leikstjóri Herbert Ross. Stöð 2 22.55 Þorp hinna fordæmdu (Village of the Damned, '95) , , er ein nýjasta framleiðsla hrollvekjumeistarans Johns Carpenters. Sem er víðs fjarri sínu besta í ómerkilegri sögu af illum öflum á Nýja Englandi. Heldur ómerkilegt í ríki Stefáns kóngs. Með Christopher Reeve og Mark Hamill. Sjónvarpið 23.00 Draugalestin (Shadowzone ­ The Undead Express) er gjörsamlega ófinnanleg í gagnabönkum netsins. Í kynningu segir að myndin sé um ungling sem lendi í slagtogi við blóðsugu í New York. Ekki góður félagsskapur það. Með Ron Silver. Stöð 2 0.30 Jósúa þá og nú (Joshua Then and Now, '85) , er byggð á sjálfsæfisögulegri bók kanadíska rithöfundarins og gyðingsins Mordecais Richler. Söguhetjan (James Woods) er sonur smákrimma (Alan Arkin), sem á í snúnu hjónabandi við konu (Gabrielle Lazure), sem er mótmælandi af engilsaxneskum ættum. Woods og Arkin eru bestir í misjafnri mynd sem á góða spretti á milli. Stöð 2 2.30 Hafnaboltahetjurnar 2 (Major League II, '94) , er framhald lélegrar myndar um þrjár ósennilegar hetjur sem eru leiknar af þremur óþolandi leikurum; Corbin Bernsen, Charlie Sheen og Tom Berenger. Þeir eru ótrúlega góðir með sig. Furðulega léleg mynd frá David S. Ward, höfundi The Sting . Sæbjörn Valdimarsson