Æ FLEIRI læknar treysta í baráttunni við hjartaáfall, sem veldur dauða ótal manns á degi hverjum, á fyrirbyggjandi lyfjagjöf heldur en hjartaþræðingu og uppskurði. Frá þessu er greint í grein í þýzka fréttatímaritinu Focus.
Pillur gegn hjarta-

áfalli

Æ FLEIRI læknar treysta í baráttunni við hjartaáfall, sem veldur dauða ótal manns á degi hverjum, á fyrirbyggjandi lyfjagjöf heldur en hjartaþræðingu og uppskurði. Frá þessu er greint í grein í þýzka fréttatímaritinu Focus .

Í Þýzkalandi hafa hjartalæknar á undanförnum árum í auknum mæli sneitt hjá því að grípa inn í starfsemi hjartans með skurðhníf og öðrum tækjum, en í því felst bylting í meðferðaraðferðum gegn hjartaáfalli. Niðurstöður fjölmargra rannsókna hafa nú aukið mönnum bjartsýni um að lyf geti hjálpað náttúrulegu varnarkerfi líkamans til að bægja frá hættunni á hjartaáfalli.

"Við höfum komizt að því, að æðar búa yfir ótrúlegum sjálfslækningarmætti," segir Karl Kartsch, hjartasjúkdómasérfræðingur við háskólann í Tübingen. "Nú þurfum við að finna út úr því hvernig við getum styrkt varnarkerfi líkamans og líkt eftir því [með hjálp lyfja]."

Helmut Roskamm, yfirlæknir "Hjartamiðstöðvarinnar" í Bad Krozingen í SV- Þýzkalandi, tekur í sama streng. "Við höfum í dag þau verkfæri í höndunum sem ­ með réttri beitingu þeirra ­ gætu gert þriðju hverja hjáveituaðgerð óþarfa," segir hann. Með tilliti til niðurstaðna umfangsmikilla alþjóðlegra rannsókna segir Roskamm lyf á borð við aspirín, estrogensambönd og lyf sem lækka blóðfitu og blóðþrýsting, svo sem E- og C-vítamín, lækka tíðni hjartaáfalla.

Eftir sem áður er ljóst, að mataræði og hreyfing hefur mikið að segja til fyrirbyggingar hjartaáfalls.