STÆRSTI einstaki viðburðurinn í íþróttalífi á Íslandi, bikarúrslitaleikur karla í knattspyrnu, verður á Laugardalsvelli á morgun og hefst klukkan 15. Þá mætast Íslandsmeistarar ÍBV, sem léku einnig undanfarin tvö ár, og Leiftur frá Ólafsfirði, sem er í úrslitum í fyrsta sinn. Eins og vera ber er mikill áhugi á leiknum, ekki síst í heimabæjum liðanna.


Stóra stundin nálgast STÆRSTI einstaki viðburðurinn í íþróttalífi á Íslandi, bikarúrslitaleikur karla í knattspyrnu, verður á Laugardalsvelli á morgun og hefst klukkan 15. Þá mætast Íslandsmeistarar ÍBV, sem léku einnig undanfarin tvö ár, og Leiftur frá Ólafsfirði, sem er í úrslitum í fyrsta sinn.

Eins og vera ber er mikill áhugi á leiknum, ekki síst í heimabæjum liðanna. Leikmennirnir reyna samt að slá á spennuna og stilla saman strengina á hóteli fyrir átökin. Ólafsfirðingar verða á Hótel Sögu fram að leik en Eyjamenn á Hótel Örk í Hveragerði.

Í samtölum við einstaka leikmenn kemur fram að allir eru tilbúnir í bátana en að ofan er Andri Marteinsson, "skipstjóri" Leifturs.

»Leikurinn/C2

Morgunblaðið/Guðmundur Thor.