MARGIR eru að kaupa skólatöskur fyrir börnin sín þessa dagana og það þarf að vanda valið á þeim. Í grunnskóla eru börn oftast með bakpoka og velja þarf þá með stærð barnsins í huga. Danska neytendablaðið Råd & Resultater gaf lesendum sínum nýlega ráðleggingar um val á góðum bakpoka.
Ýmsu þarf að huga að þegar valin er ný skólataska

MARGIR eru að kaupa skólatöskur fyrir börnin sín þessa dagana og það þarf að vanda valið á þeim. Í grunnskóla eru börn oftast með bakpoka og velja þarf þá með stærð barnsins í huga.

Danska neytendablaðið Råd & Resultater gaf lesendum sínum nýlega ráðleggingar um val á góðum bakpoka.

Á ekki að endast barninu í mörg ár

Ef bakpoki er keyptur of stór fyrir barnið er álagið á hrygginn of mikið. Börnin beygja sig þá fram til að halda jafnvægi. Ef bakpokinn er of þungur getur það skaðað bakið til lengri tíma.

Miðað er við að börn beri fimmtung af líkamsþyngd sinni þegar bækurnar eru komnar í töskuna. Það þýðir að sjö ára barn á að meðaltali að bera fimm kíló og fjórtán ára barn um 10 kíló.

Bakpoka á aldrei að bera á annarri öxlinni og bakpoki er betri kostur en hliðartaska því þunginn jafnast þá betur út. Bakpokinn á alltaf að vera með bólstruð bönd yfir axlir, bólstrað bak, harðan botn og á helst að vera stífur.

BÖNDIN yfir axlirnar eiga að vera bólstruð.

ÞAÐ á að vera auðvelt að stilla böndin.

EF lokið er stíft verndar það bækurnar í töskunni.

ENDURSKINSMERKI eru nauðsynleg.

BEST er að bakpokinn sé með hólfum.

SÉ pokinn bólstraður við bakið fylgir hann bakinu.

STÍFUR botn.