MARKMIÐIÐ með námskeiðinu forritun og kerfisfræði hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum í Hafnarfirði er að svara vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir fólk með þessa þekkingu og miðast val kennslugreina við að mæta þörfinni þar sem hún er mest, þ.e. hópvinnulausnir, hlutbundin greining, hönnun og forritun .
Forritun og kerfisfræði

MARKMIÐIÐ með námskeiðinu forritun og kerfisfræði hjá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum í Hafnarfirði er að svara vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir fólk með þessa þekkingu og miðast val kennslugreina við að mæta þörfinni þar sem hún er mest, þ.e. hópvinnulausnir, hlutbundin greining, hönnun og forritun . Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa haldgóða undirstöðumenntun, stútentspróf eða hliðstæða menntun og/eða starfsreynslu. Þeir þurfa einnig að hafa grunnþekkingu hvað varðar Windowsumhverfið. Námið byggist bæði á kennslu og verklegum æfingum og þarf að gera ráð fyrir nokkru heimanámi og vinnu utan skólatíma við lokaverkefni á hvorri önn fyrir sig. Um er að ræða kvöldnámskeið þar sem kennt er þrjú kvöld í viku (eða part úr laugardegi) fjóra tíma í senn. Gera þarf ráð fyrir 8­10 klst. heimanámi á viku. Námsefni fyrstu annar er: (tímafjöldi innan sviga) Kerfisgreining og gagnagrunnsfræði (20) Pascal forritun (40) Heimasíðugerð (24) Lotus Notes forritun I (32) Delphi forritun (52) Delphi lokaverkefni (12)

Samtals 180 tímar (270 kennslustundir) Önnur önn ­ námsefni: Java forritun (40) Tölvusamskipti og fjölnotendaumhverfi (16) Kerfisgreining 2 ­ CASE verkfærið Select (40) Lotus Notes forritun II (32) Lotus Notes kerfisstjórnun (20) Lokaverkefni eftir vali: Lotus Notes verkefni (32) eða Select verkefni (32) Samtals 180 tímar (270 kennslustundir) Hver nemandi hefur öfluga Pentium tölvu til afnota.