SÝNING á textílverkum eftir Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur á göngunum í aðalbyggingu Kringlunnar stendur nú yfir. Sýningin er sett upp í tilefni af ellefu ára afmæli Kringlunnar um þessar mundir og nefnist hún "Vefur Styrgerðar".

Vefur

Styrgerðar

SÝNING á textílverkum eftir Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur á göngunum í aðalbyggingu Kringlunnar stendur nú yfir. Sýningin er sett upp í tilefni af ellefu ára afmæli Kringlunnar um þessar mundir og nefnist hún "Vefur Styrgerðar".

Ingibjörg Styrgerður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám við Hochschule für angewandte Kunst in Wien, í Vínarborg, Austurríki.

Sýningin stendur til 12. september.