Stöð221.05 Butch Cassidy og Sundance Kid, , kom vestranum aftur á landakortið og er ein skemmtilegasta mynd allra tíma, Að hluta sannsöguleg, um útlaga, lestarræningja og byssubófa (Paul Newman og Robert Redford),
Sögufrægur félagsskapur Stöð 2 21.05 Butch Cassidy og Sundance Kid , , kom vestranum aftur á landakortið og er ein skemmtilegasta mynd allra tíma, Að hluta sannsöguleg, um útlaga, lestarræningja og byssubófa (Paul Newman og Robert Redford), sem verða fórnarlömb þjóðfélagsbreytinganna á fyrstu árum aldarinnar og verða að hypja sig suður til Bolivíu. Þangað sem fortíðin eltir þá að lokum uppi. Margir frábærir þættir virka saman að því að gera myndina jafn góða og raun ber vitni. Útsjónarsöm og drífandi leikstjórn, bráðfyndið handrit Williams Goldman og sú snilli Hills að láta þá Newman og Redford leiða saman hesta sína. Þeir eru ótrúlegir, og fæddi myndin af sér ótalda eftirlíkingar og vinaþemað varð aftur ofurvinsælt. Þá er ónefnd frábær tónlist Bacharachs, kvikmyndataka Conrads Hall, og óborganlegur aukaleikarahópur, (Strother Martin, Jeff Corey, Kenneth Mars, Cloris Leachman, Katherine Ross, Ted Cassidy). Svo sannarlega ein af bestu myndum sögunnar, með mýmörgum, sígildum atriðum sem hafa verið stæld milljón sinnum síðan. Sæbjörn Valdimarsson