Stöð213.10 Fálkamærin (Ladyhawke, '88), , er miðaldaævintýri um sverðaglamur og seiðskratta, sem er nokkuð skemmtilegt en skilur lítið eftir.


SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA

Stöð 2 13.10 Fálkamærin (Ladyhawke, '88) , , er miðaldaævintýri um sverðaglamur og seiðskratta, sem er nokkuð skemmtilegt en skilur lítið eftir. Þau eru í álögum, garpurinn Hauer, sem breytist í úlf á nóttinni og stúlkan hans (Michelle Pfeiffer), breytist í hauk á daginn, svo þau ná ekki saman fyrr en þjófurinn Matthew Broderic kemur þeim til hjálpar. Stöð 2 15.05 Furðuferð Villa og Tedda (Bill and Ted's Bogus Journey, '91) Enn ein endursýning á líflegri sprellikarlamynd. Stöð 2 16.35 Gigi ('58) Gamaldags söngleikur eftir Lerner og Lowe, kvikmyndaður af fagmennsku MGM leikstjórans Vincente Minelli. Byggð á leikriti eftir Colette sem segir af ungri stúlku í París undir síðustu aldamót. Halliwell segir Leslie Caron óaðfinnanlega Gigi og leikhópinn, sem m.a. telur Louis Jordan og Maurice Chevalier, sömuleiðis. Gefur (af 4). Myndin vann til 9 Óskarsverðlauna, þ.á m. flestra þeirra eftirsóttu. Stöð 2 21.05 Ekkert er að hafa um heimildarmyndina Draumadísin Marilyn (Marilyn Monroe: Mortal Goddess) . Vonandi gefur hún sanna mynd af hinni ógæfusömu stórstjörnu. Sýn 21.15 Enginn er fullkominn (Nobody's Fool, '94) , er vel gerð, skrifuð og leikin mynd um sextugan hrakfallabálk (Paul Newman) í smábæ, sem fær enn eitt tækifæri. Robert Benton leikstýrir og skrifar handritið af léttleika og hefur gaman að fást við verkefnið, það leynir sér ekki. Hann hefur samið þessa mynd fyrir einn besta kvikmyndaleikara okkar tíma, og Newman bregst aldrei bogalistin. Frekar en vanalega. Sama má segja um litríkan hóp meðleikara; Jessicu Tandy, Bruce Willis, Melanie Griffith, Philip Bosco, ofl. Mikið betri en Rökkur , nýja myndin þeirra félaga. Sjónvarpið 22.30 Ítalska myndin Móti straumi (Correre Contro, '96) , er um tvo vini sem báðir fella hug til sömu stúlkunnar. Annar þeirra er bundinn við hjólastól. Óþekkt stærð og forvitnileg.. Stöð 2 23.35 Mín kæra Klementína (My Darling Clementine, '46) . Sjá umsögn í ramma. Sýn 23.55 Dramað Okkar eigið heimili (A Home of Our Own, '94) snýst um harða lífsbaráttu Frances Lacey (Kathy Bates) á öndverðum sjöunda áratugnum. Hún er sex barna, einhleyp móðir sem flyst frá Los Angeles til Iowa er henni er sagt upp störfum. Hetjusaga sem stórleikkonan Kathy Bates gerir trúverðuga. Með Edward Furlong. Sæbjörn Valdimarsson