MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 28 síðna blaðauki sem ber yfirskriftina Menntun / að læra meira. Þar er fjallað um alls kyns nám fyrir fólk á öllum aldri sem hefur hug á að læra eitthvað í vetur sér til gagns og gamans og rætt við einstaklinga sem hafa tileinkað sér nýja þekkingu á námskeiðum.
MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 28 síðna blaðauki sem ber yfirskriftina Menntun / að læra meira.

Þar er fjallað um alls kyns nám fyrir fólk á öllum aldri sem hefur hug á að læra eitthvað í vetur sér til gagns og gamans og rætt við einstaklinga sem hafa tileinkað sér nýja þekkingu á námskeiðum.

Efni blaðsins er ætlað að gefa innsýn í fjölbreytta náms- og tómstundamöguleika og ætti það að geta hjálpað til við ákvarðanir um hvort vænlegra sé að læra að prjóna eða skylmast, forrita eða tala tungumál, sigla eða syngja, svo nokkur dæmi séu nefnd.