SAGA Kvenfélags Bólstaðarhlíðarhrepps í 70 ár nefnist Ljós og skuggar og eru þar skráðir allir félagar kvenfélags í 7 áratugi, gerð í stuttu máli grein fyrir þeim og lítil mynd af bæjum þeirra. Saga félagsins er sögð og birtar frásagnir og ljóð eftir félagskonur, ásamt sýnishorni af fundargerðum og reikningabók.
Nýjar bækur

SAGA Kvenfélags Bólstaðarhlíðarhrepps í 70 ár nefnist Ljós og skuggar og eru þar skráðir allir félagar kvenfélags í 7 áratugi, gerð í stuttu máli grein fyrir þeim og lítil mynd af bæjum þeirra.

Saga félagsins er sögð og birtar frásagnir og ljóð eftir félagskonur, ásamt sýnishorni af fundargerðum og reikningabók.

Félagið lét til sín taka á ýmsum sviðum, m.a. við byggingu samkomuhúsa fyrir hreppinn, fyrst í Bólstaðahlíð, síðar til félagsheimilisins Húnavers.

Útgefandi bókarinnar er Kvenfélag Bólstaðahlíðarhrepps 1997. Ritnefnd skipa Sigríður Ólafsdóttir, Birna María Sigvaldadóttir og Erla Hafsteinsdóttir. Bókin er prentuð í Ásprenti á Akureyri.