PALLBORÐSUMRÆÐUR um náttúru og menningu fara fram í Norræna Húsinu í dag, laugardaginn 29. ágúst kl. 13.15. Þátttakendur verða Gianni Vattimo, heimspekingur, Liborio Termini, kvikmyndafræðingur, Claudio Parmiggiani myndlistarmaður, allir frá Ítalíu, Juan Geuer myndlistarmaður frá Kanada og Þorvarður Árnason heimspekingur,


Málþing í

Sumarskóla Háskólans

PALLBORÐSUMRÆÐUR um náttúru og menningu fara fram í Norræna Húsinu í dag, laugardaginn 29. ágúst kl. 13.15.

Þátttakendur verða Gianni Vattimo, heimspekingur, Liborio Termini, kvikmyndafræðingur, Claudio Parmiggiani myndlistarmaður, allir frá Ítalíu, Juan Geuer myndlistarmaður frá Kanada og Þorvarður Árnason heimspekingur, en þeir voru allir meðal þátttakenda á 2ja vikna alþjóðlegu námskeiði um sjónlistir sem lýkur nú um helgina.

Kynntar verða niðurstöður námskeiðsins og einnig gefst tækifæri til almennra umræðna og fyrirspurna um efnið.

Þetta er í annað skipti sem listanámskeið sem þetta er haldið í samvinnu Seminar on Art, Sumarskóla Háskóla Íslands og Myndlista- og handíðaskólans og voru þátttakendur að þessu sinni frá Norðurlöndunum, Þýskalandi og Kanada.

Stjórnendur pallborðsumræðna verða skipuleggjendur námskeiðsins, myndlistarmennirnir Helgi Þorgils Friðjónsson og Hannes Lárusson og Ólafur Gíslason listgagnrýnandi.