Á UNDANFÖRNUM árum hefur tölvutækni orðið sífellt stærri þáttur í tónsköpun og tónlistarflutningi og má segja að nær öll svið tónlistar séu nú háð tölvutækni á einn eða annan hátt. Eftirspurn eftir fræðslu í notkun tölvutækni í tónlist hefur því aukist mikið og er þörf fyrir markvissa fræðslu á þessu sviði.
Tölvutónlistar-

skóli og miðstöð Á UNDANFÖRNUM árum hefur tölvutækni orðið sífellt stærri þáttur í tónsköpun og tónlistarflutningi og má segja að nær öll svið tónlistar séu nú háð tölvutækni á einn eða annan hátt.

Eftirspurn eftir fræðslu í notkun tölvutækni í tónlist hefur því aukist mikið og er þörf fyrir markvissa fræðslu á þessu sviði.

Tónlistarskólar landsins hafa ekki talið sér fært að sinna slíkri fræðslu, að sögn Kjartans Ólafssonar tónlistarmanns. "Tölvutónlistarmiðstöðin hyggst bæta úr þessari þörf með rekstri tölvutónlistarskóla og bjóða almenningi alhliða fræðslu á þessu sviði í samvinnu við Rafiðnaðarskólann," segir hann, "Í húsakynnum hans verður annarsvegar hljóðver og hinsvegar kennslustofa fyrir þetta efni." Markmið tölvutónlistarskólans eru að veita almenna fræðslu um tölvutækni í tónlist og vinna að eflingu tónlistarlífs með aukinni fjölbreytni í tónsköpun og tónlistarflutningi. Kjartan er með tónlistarmiðstöðina og skólann. Hlutverk miðstöðvarinnar er m.a. að hafa umsjón með og reka íslenskt tónlistarsvæði á Netinu. Miðstöðin er vettvangur fyrir tónlistartengda starfsemi á netinu.

Miðstöðin mun einnig vinna að þróun hugbúnaðar á sviði tónsköpunar, tónlistarkennslu, margmiðlunar og tónlistar á Netinu.

LIFANDI raftónleikar; Pétur Gretarsson, Hilmar Jensson og Kjartan Ólafsson.