ÞAÐ var fjölmennt í samkvæmi sem haldið var til heiðurs prófessor Carol Pazandak fyrir nokkru en hún er frá Minnesota og er mikill Íslandsvinur. Á sumrin dvelur hún hér á landi ásamt eiginmanni sínum Joe O'Shaughnessy. Carol kom upprunalega hingað til lands í þeim tilgangi að gera samning milli Háskóla Íslands og Minnesotaháskóla um skiptisamband kennara og nemenda.

Heiðursgestur

í samkvæmi

ÞAÐ var fjölmennt í samkvæmi sem haldið var til heiðurs prófessor Carol Pazandak fyrir nokkru en hún er frá Minnesota og er mikill Íslandsvinur. Á sumrin dvelur hún hér á landi ásamt eiginmanni sínum Joe O'Shaughnessy. Carol kom upprunalega hingað til lands í þeim tilgangi að gera samning milli Háskóla Íslands og Minnesotaháskóla um skiptisamband kennara og nemenda. Carol hefur haft mikinn metnað fyrir fagþekkingu náms­ og starfsráðgjafa á Íslandi og átti frumkvæði að mótun náms í námsráðgjöf við Háskóla Íslands.GERÐUR G Óskarsdóttir fræðslustjóri Reykjavíkur var meðal gesta, Carol Pazandak, Joe O'Shaughnessy, Ásta Kr. Ragnarsdóttir, forstöðumaður námsráðgjafar Háskóla Íslands sem bauð til samkvæmisins, og Anna Sigurðardóttir, formaður Félags íslenskra náms­ og starfsráðgjafa.MARKÚS Möller, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, og eiginkona hans Júlía Ingvarsdóttir sérkennari sem bjuggu í Minnesota um árabil eru hér á tali við Önnu Sjöfn Sigurðardóttur.RAGNAR Marteinsson þjónustustjóri hjá Opnum kerfum, Sigríður Anna Guðjónsdóttir kennari , Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Sigríður Hulda Jónsdóttir námsráðgjafi og Sveinn Karlsson.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson