NÝLEGA var haldið á Vallarhúsavelli í Sandgerði golfmót sem bar heitið Barnaheill og rann allur ágóði af þessu móti óskertur til líknarmála barna. Ákveðið var að styrkja með þessu fyrsta móti tækjakaup í nýja Barnaspítala Hringsins sem á að byggja við Landspítalann. Þátttaka var þokkalega góð þrátt fyrir óhagstætt veður. Í þessu fyrsta móti söfnuðust 125.000 kr.
Golfmót til styrktar sjúkum börnum

NÝLEGA var haldið á Vallarhúsavelli í Sandgerði golfmót sem bar heitið Barnaheill og rann allur ágóði af þessu móti óskertur til líknarmála barna.

Ákveðið var að styrkja með þessu fyrsta móti tækjakaup í nýja Barnaspítala Hringsins sem á að byggja við Landspítalann. Þátttaka var þokkalega góð þrátt fyrir óhagstætt veður.

Í þessu fyrsta móti söfnuðust 125.000 kr. og voru það Elísabet Hermannsdóttir og Unnur Einarsdóttir frá Kvenfélaginu Hringnum í Reykjavík, sem afhentu féð 26. ágúst yfir gómsætu kaffibrauði frá Sigurjónsbakaríi í Keflavík.

Styrktaraðilar mótsins voru Lýsi hf., Toyota-umboðið, Toyota-salurinn í Njarðvík og Lionsklúbbur Njarðvíkur.

Verðlaunin voru nýstárleg. Málverk af myndlistarsýningu Þórunnar Kr. Guðmundsdóttur í Sandgerði sem haldin var í golfskálanum 2.­9. ágúst.

Úrslit í mótinu (punktakerfi (7/8) forgjöf): Elías Einar Guðmundsson, GSG, 41 punkta; Sigurður Þorkelsson, GS, 40 punkta; Sigurður Ingvarsson, GS, 39 punkta; Ingólfur Teitur Garðarsson, GS, 38 punkta; Vilhjálmur Ingvarsson, GS, 38 punkta; Guðmundur Frímansson, GR, 38 punkta, og Valur Guðjónsson, GS, 38 punkta.

AFHENDING peninganna. F.v.: Víðir Tómasson, Hallvarður Þ. Jónsson, Elísabet Hermannsdóttir og Unnur Einarsdóttir. Víðir og Hallvarður sáu um skipulagningu mótsins.