KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari mun koma fram á vortónleikum Karlakórs Akureyrar-Geysis í maí á næsta ári. Staðfestir Tryggvi Pálsson, formaður kórsins, þetta í samtali við Morgunblaðið. "Kristján hefur gefið okkur sitt orð og þar sem hann er drengur góður má slá því föstu að af þessu verði.
Kristján á

kórtónleikum

nyrðra í vor

KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari mun koma fram á vortónleikum Karlakórs Akureyrar-Geysis í maí á næsta ári. Staðfestir Tryggvi Pálsson, formaður kórsins, þetta í samtali við Morgunblaðið. "Kristján hefur gefið okkur sitt orð og þar sem hann er drengur góður má slá því föstu að af þessu verði."

Segir Tryggvi kórfélaga á einu máli um að þetta verði stærsti viðburðurinn í sögu kóranna, bæði fyrir og eftir að þeir sameinuðust fyrir um áratug.

Upphaflega stóð til að Karlakór Akureyrar-Geysir syngi ásamt Kristjáni á minningartónleikum um föður söngvarans, Jóhann Konráðsson, á Akureyri í október næstkomandi en frá því var horfið vegna breytinga á efnisskrá.

Segir Tryggvi skiptin góð. "Kristján er alinn upp í báðum þessum kórum, áður en þeir sameinuðust, og hans fólk allt, liggur mér við að segja. Það er því við hæfi að hann syngi með okkur eina stóra vortónleika. Við hlökkum óskaplega mikið til og munum leggja mikinn metnað í þetta."

Kristján Jóhannsson