SÝNING á verkum 10 evrópskra listmálara verður opnuð í sýningarsölum Listasafnsins á Akureyri í dag, laugardaginn 29. ágúst, kl. 16. Listasafnið á Akureyri á fimm ára afmæli um þessar mundir en fyrsta sýningin var opnuð í safninu 28. ágúst árið 1993. Sýningin ber heitið Skjáir veruleikans og þar er telft saman málurum frá Norðurlöndunum, Þýskalandi og Tékklandi.
Listasafnið á Akureyri fimm ára

Sýning á verkum 10

evrópskra listmálara

SÝNING á verkum 10 evrópskra listmálara verður opnuð í sýningarsölum Listasafnsins á Akureyri í dag, laugardaginn 29. ágúst, kl. 16. Listasafnið á Akureyri á fimm ára afmæli um þessar mundir en fyrsta sýningin var opnuð í safninu 28. ágúst árið 1993. Sýningin ber heitið Skjáir veruleikans og þar er telft saman málurum frá Norðurlöndunum, Þýskalandi og Tékklandi.

Erlendu sýnendurnir eru: Martin Bigum og Michael Kvium frá Danmörku, Markku Laakso og Olli Summanen frá Finnlandi, Therese Nortvedt frá Noregi, Ernst Billgren frá Svíþjóð, Karin Kneffel frá Þýskalandi og Milan Kunc frá Tékklandi. Fulltrúar Íslands á sýningunni eru Daði Guðbjörnsson og Helgi Þorgils Friðjónsson en þeir eru hvatamenn og hugmyndasmiðir að sýningunni.

Í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út sýningarskrá með ritgerð eftir Ólaf Gíslason. Norræni menningarsjóðurinn, Norræna lista- og listiðnaðarnefndin, NKKK, og Institut für Auslandsbeziehungen e.v. í Stuttgart hafa veitt styrki til sýningarinnar. Sýningin kemur frá Norræna húsinu í Reykjavík og verður einnig sett upp í Norðurlandahúsinu í Færeyjum og Listasafninu í Horsens í Danmörku.

Sýningin verður opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga og henni lýkur sunnudaginn 18. október.

MÁLVERK eftir Daða Guðbjörnsson, sem er annar fulltrúa Íslands á sýningunni í Listasafninu á Akureyri.