TÖLVU- og verkfræðiþjónustan hefur fyrstur íslenskra tölvuskóla fengið viðurkenningu Microsoft til þess að prófa og gefa út sérfræðigráður fyrir notendur Microsoft Office hugbúnaðar. Viðurkenning þessi, sem veitt er eftir að þátttakandi hefur staðist sérstök próf, nefnist Microsoft office user Specialist (MOUS).


Sérfræðipróf fyrir Microsoft Office

TÖLVU- og verkfræðiþjónustan hefur fyrstur íslenskra tölvuskóla fengið viðurkenningu Microsoft til þess að prófa og gefa út sérfræðigráður fyrir notendur Microsoft Office hugbúnaðar. Viðurkenning þessi, sem veitt er eftir að þátttakandi hefur staðist sérstök próf, nefnist Microsoft office user Specialist (MOUS).

Þeir sem óska eftir að taka slík próf skulu snúa sér til Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar og panta próf, en þau má halda fyrir einn eða fleiri í senn. Prófgjaldi er stillt í hóf og er lægra en þekkst hefur hér á landi.

MOUS-próf eru viðurkennd víða um heim sem staðfesting á þekkingu þess sem hefur tekið prófið. Með slíkt próf geta umsækjendur um störf sýnt fram á þekkingu sína á útbreiddasta skrifstofuhugbúnaðinum hér á landi. Atvinnurekendur fá á sama hátt vottun á því að þekking sem þeir leita eftir er til staðar.

Hægt er að taka tvenns konar próf í Excel og Word, almennt hæfnispróf og sérfræðipróf. Á næstu vikum verður einnig í boði sambærileg próf í Access og PowerPoint. Þá eru í undirbúningi próf í FrontPage og Outlook.

Tölvu- og verkfræðiþjónustan hefur nú rekið tölvuskóla í tólf ár. Aðsókn að skólanum fer vaxandi og sóttu um 3.000 manns skólann á síðasta ári. Þjónustan er elsti samfellt starfandi tölvuskóli landsins. Námskeiðin sem í boði eiga að vera þau eru sniðin að þörfum fólks í atvinnulífinu.

Þeir sem sækja námskeið hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni geta sótr leiðsögn og leiðbeiningar símleiðis í einn mánuð eftir að námskeiði lýkur.