JUNIOR Chamber er alþjóðlegur félagsskapur fólks á aldrinum 18 til 40 ára. Hjá Junior Chamber hafa lífsgæði fólks forgang og undirstaða starfsins er að byggja upp einstaklinginn, gefa honum tækifæri til að vaxa í starfi og leik og þannig gera hann hæfari til takast á við stjórnun og ábyrgð í félagsstarfi og athafnalífi. Í dag eru starfandi ellefu aðildarfélög.
Hvað er JC JUNIOR Chamber er alþjóðlegur félagsskapur fólks á aldrinum 18 til 40 ára. Hjá Junior Chamber hafa lífsgæði fólks forgang og undirstaða starfsins er að byggja upp einstaklinginn, gefa honum tækifæri til að vaxa í starfi og leik og þannig gera hann hæfari til takast á við stjórnun og ábyrgð í félagsstarfi og athafnalífi. Í dag eru starfandi ellefu aðildarfélög. Junior Chamber Akureyri, Junior Chamber Borg, Junior Chamber Breiðholt, Junior Chamber Garðabær, Kópavogur, Junior Chamber Hafnarfjörður, Junior Chamber Nes, Junior Chamber Reykjavík, Junior Chamber Selfoss, Junior Chamber Suðurnes, Junior Chamber Vestfirðir og Junior Chamber Vík. Saman mynda þessi aðildarfélög Junior Chamber Ísland og eru höfuðstöðvar hreyfingarinnar í eigin húsnæði í Hellusundi 3 í Reykjavík, sími: 562-3377. Í landstjórn sitja sex einstaklingar. Þeir koma frá aðildarfélögunum og eru kosnir til eins árs í senn. Starfsemi Junior Chamber er byggð upp sem einskonar skóli. Til hliðsjónar hafa félagsmenn JC-brautina sem er stigagjöf fyrir unnin verkefni og þátttöku í starfi. Þegar 1.000 stigum er náð kemur til útnefning til heiðursfélaga. Ætla má að því markmiði nái fólk eftir 7-10 ára öflugt starf. Hinn dæmigerði ferill nýrra félagsmanna er þátttaka í námskeiðum og ræðukeppnum, vinna í nefnd að framkvæmd einhvers viðburðar innan félags eða utan. Stjórnarþátttaka í aðildarfélagi sem þá stundum endar í forsæti aðildarfélags. Þátttaka í landstjórn og örfáir Íslendingar hafa náð kjöri í heimsstjórn Junior Chamber International. Núna er Bjarni Ingibergson, fulltrúi Íslands. Starfið gengur mikið út á námskeið, bæði fyrir þá sem eru í JC og aðra, ræðunámskeiðin hafa líka verið vinsæl meðal fólks utan samtakanna.