STÁLSMIÐJAN hf. í Reykjavík, sem m.a. stundar skipaviðgerðir, vill ráða réttindamenn í plötusmíði og rafsuðu, réttindamenn í vélvirkjun og/eða vélstjórn, réttindamenn í rennismíði og verkamenn í slipptökur, hreinsun og málningu á skipum.


Starfsmenn hjá Stálsmiðjunni

STÁLSMIÐJAN hf. í Reykjavík, sem m.a. stundar skipaviðgerðir, vill ráða réttindamenn í plötusmíði og rafsuðu, réttindamenn í vélvirkjun og/eða vélstjórn, réttindamenn í rennismíði og verkamenn í slipptökur, hreinsun og málningu á skipum.

Þjónustustörf hjá Kaffibrennslunni

GLAÐVÆRIR og röskir einstaklingar óskast til þjónustustarfa hjá Kaffibrennslunni. Aðallega er um kvöld- og helgarvinnu að ræða. Ekki er tekið við umsóknum símleiðis.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands

ÞRÓUNARSAMVINNUSTOFNUN Íslands vill ráða í 2-3 stöður vélstjórnarmenntaðra manna og 3-4 stöður skipstjórnarmenntaðra manna til starfa við verkefni stofnunarinnar í Malawí og Namibíu. Góð enskukunnátta er nauðsynleg. Störfin hefjast í ársbyrjun 1999 og um mitt ár 1999. Miðað er við að ráðningartími sé 2 ár. Laun eru samkvæmt launakerfi Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP. Umsóknarfrestur er til 13. september.

Barngóð manneskja

ÓSKAÐ er eftir barngóðri og ábyrgri manneskju til að gæta tveggja ungra barna og sinna léttum heimilisverkum á heimili í Garðabæ frá kl. 8-17 alla virka daga.

Fjarnám í ferðamálafræði

HÁSKÓLI Íslands hyggst hefja tilraun til fjarkennslu á haustmisseri 1998. Verður námskeiðið við jarð- og landfræðiskor og nefnist inngangur að ferðamálafræðum. Námskeiðið verður boðið í samráði við Fræðslunet Austurlands, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Framhaldsskóla Vestfjarða. Námið fer fram um netið og gagnvirkan sjónvarpsbúnað, lesefni er fyrst og fremst á ensku. Námskeiðið er í umsjá Önnu Dóru Sæþórsdóttur. Kennsla hefst 7. september.

Fiskverkunarhús á Hellissandi

TIL sölu er Hellisbraut 20, Hellissandi (Jökull). Um er að ræða fiskverkunarhús sem er samtals 1.477 fm.

Virðing fyrir geðsjúkum

GEÐHJÁLP auglýsir félagsfund mánudaginn 31. ágúst kl. 20.00 í húsakynnum félagsins að Tryggvagötu 9 (Hafnarbúðum). Joel C. Slack, starfsmaður í ráðuneyti geðheilbrigðismála í Alabama og fyrrum sjúklingur, heldur erindi um virðingu fyrir geðsjúkum. Á þriðjudag heldur hann námskeið fyrir starfsfólk í geðheilbrigðisþjónustu.

Íbúð í Vesturbænum

AUGLÝST er til leigu fjögurra herbergja íbúð, nýuppgerð og með sérinngangi, í gamla Vesturbænum.

Skyggnilýsing hjá Mannræktinni

MANNRÆKTIN, Sogavegi 108, auglýsir skyggnilýsingu og fyrirlestur um ró hugans fimmtudagskvöldið 3. september kl. 20.30. Aðgangseyrir 1.000 kr.

Samkoma hjá Veginum

FRÍKIRKJAN Vegurinn minnir á samkomu í kvöld að Smiðjuvegi 5, Kópavogi, kl. 20.00. Blessun og gleði í heilögum anda.