Menning - listir 1. Ungur rithöfundur, Bjarni Bjarnason, hlaut nýlega verðlaun fyrir skáldsögu. Hvað heitir skáldsagan? 2. Hvað kallast hópur íslenskra málara sem stóð fyrir formbyltingu í myndlist um miðbik aldarinnar? 3. Frægur danshöfundur andaðist nýlega í Bandaríkjunum. Hver? Saga
Spurt er: Hvað er Grettistak?Menning - listir

1. Ungur rithöfundur, Bjarni Bjarnason, hlaut nýlega verðlaun fyrir skáldsögu. Hvað heitir skáldsagan?

2. Hvað kallast hópur íslenskra málara sem stóð fyrir formbyltingu í myndlist um miðbik aldarinnar?

3. Frægur danshöfundur andaðist nýlega í Bandaríkjunum. Hver?

Saga

4. Hver var eiginmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur og hverjum varð hann að bana?

5. Spurt er um rómverskan keisara, sem ríkti á fyrri hluta 4. aldar e.Kr. Hann gerði grísku nýlenduborgina Býsans að höfuðborg ríkisins og veitti kristnum mönnum trúfrelsi. Hver var þessi keisari og hvaða nafn gaf hann hinni nýju höfuðborg?

6. Hvaða þjóðhöfðingjar áttust við í Kúbudeilunni og um hvað snerist deilan?

Landafræði

7. Rúmenía varð til við sameiningu tveggja ríkja. Hver voru þau?

8. Hverjir eru þrír þekktustu hellar í Hallmundarhrauni?

9. Hvar eru Kverkfjöll?

Íþróttir

10. Hvað mega keppendur á golfmótum taka með sér margar kylfur í keppni?

11. Hverjir áttust við í úrslitaleik deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu? Hvernig lyktaði leiknum og hverjir skoruðu mörkin?

12. . Knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson kom við sögu í þýðingarmiklum leik nú í vikunni. Með hvaða liði leikur Hermann? Hvaða leikur var þetta og hver var þáttur Hermanns í leiknum?

Ýmislegt

13. Spurt er um lyf sem ber sama nafn og gríski draumaguðinn?

14.Hvað er beðmi?

15. Í hvaða borg á Ítalíu bað Rómeó Júlíu?

16. Hvað er Grettistak? Svör

Svör: 1. Borgin bak við orðin. 2. Septem-hópurinn. 3. Jerome Robbins. 4. Bolli Þorleiksson, eiginmaður Guðrúnar, vó fóstbróður sinn Kjartan Ólafsson. 5. Konstantínus mikli skýrði borgina Konstantínópel. 6. Nikita Khrústsjov og John F. Kennedy. Sovétmenn höfðu komið sér upp bækistöðvum fyrir meðaldrægar kjarnaflaugar á Kúbu og Bandaríkjamenn hótuðu innrás í landið nema að Sovétmenn leggðu þær niður, sem varð niðurstaðan. 7. Moldavíu og Valakíu. 8. Surtshellir, Stefánshellir og Víðbelmir. 9. Í Kverkjökli, í norðanverðum Vatnajökli. 10. Fjórtán. 11. KR og Valur léku til úrslita... 12. Hermann Hreiðarsson leikur með Crystal Palace á Englandi og tryggði liði sínu sæti í 2. umferð ensku deildarbikarkeppninnar með því að skora mark á móti Torquay. 13. Morfín. 14.Kolvetni, sem myndar frumuveggi plöntufruma. 15. Veróna. 16. Stórgrýti eða bjarg, sem stendur eitt sér, eins og lyft hafi verið af heljarkrafti og tyllt niður. 17. Afsteypa af höggmyndinni er í Fossvogskrikjugarði. Frummyndin er í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn. Verkið er eftir Bertel Thorvaldsen.17. HVAR þessi höggmynd af Kristi staðsett hér á landi? Hvar er frummyndin og eftir hvern er listaverkið?