Á NÝJU tíu vikna námskeiði Dags Þorleifssonar um framhaldslíf, sem kennt verður í Námsflokkum Reykjavíkur á haustönn, verður fjallað um hugmyndir um dauða og annað líf í hinum ýmsu trúarbrögðum heims.
Er líf

eftir dauðann?

Á NÝJU tíu vikna námskeiði Dags Þorleifssonar um framhaldslíf, sem kennt verður í Námsflokkum Reykjavíkur á haustönn, verður fjallað um hugmyndir um dauða og annað líf í hinum ýmsu trúarbrögðum heims.

Greint verður frá þróun hinna ólíku hugmynda um framhaldslíf og áhrifum sem þær hafa haft hver á aðra. Í þessu samhengi verður borið saman í hve ríkum mæli hin ýmsu trúarbrögð leggja áherslu á annars vegar lífið hérna megin grafar og hins vegar lífið eftir dauðann.