IÐNTÆKNISTOFNUN og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa unnið að því að koma á fót námskeiði um mjólkurflutninga fyrir mjólkurbílstjóra. Megin ástæðan er sú að bundið er í reglugerð um mjólk og mjólkurvörur að einungis bílstjórar sem fengið hafa rækilega tilsögn megi vinna við fagið. Samvinna var m.a. höfð við norsku mjólkuriðnðarsamtökin TINE í verkefninu.
Mjólkurbílstjórar Allt sem vita þarf um mjólk

IÐNTÆKNISTOFNUN og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa unnið að því að koma á fót námskeiði um mjólkurflutninga fyrir mjólkurbílstjóra. Megin ástæðan er sú að bundið er í reglugerð um mjólk og mjólkurvörur að einungis bílstjórar sem fengið hafa rækilega tilsögn megi vinna við fagið. Samvinna var m.a. höfð við norsku mjólkuriðnðarsamtökin TINE í verkefninu. Fræðslusvið Iðntæknistofnunar stýrir verkinu og framleiðir náms- og kennslugögn. Sérfræðingar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sjá um efnisval, efnislegan yfirlestur og kennslu á námskeiðum. Stefnt er að því að hefja námskeiðahaldið nú í haust og ljúka yfirreið um landið næsta vor. Á námskeiðinu verður farið yfir þætti í örverufræði og mikilvægi hreinlætis, samsetningu mjólkurvara, lög og reglugerðir í mjókuriðnaðinum, tæki og búnað við söfnun og geymslu mjólkur, gæðakerfi, gæðaeftirlit og sýnatöku svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði eru í landinu um 60 mjólkurbílstjórar við 12 mjólkurbú.

Morgunblaðið/Kristján MJÓLKURBÍLAR á Akureyri.