FARSKÓLI Suðurlands er skóli fyrir fólk sem vill öðlast aukna færni í atvinnulífinu og þá sem vilja nýta tómstundir sínar. Farskólinn er samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Suðurlands, Iðntæknistofnunar Íslands, Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og sveitarfélaga á Suðurlandi.
Farskóli Suðurlands Í þágu atvinnulífs og tómstunda

FARSKÓLI Suðurlands er skóli fyrir fólk sem vill öðlast aukna færni í atvinnulífinu og þá sem vilja nýta tómstundir sínar.

Farskólinn er samstarfsverkefni Fjölbrautaskóla Suðurlands, Iðntæknistofnunar Íslands, Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og sveitarfélaga á Suðurlandi. Hann býður upp á ýmis námskeið á sviði endurmenntunar, viðbótarmenntunar og nýmenntunar, allt eftir þörfum einstaklinga og fyrirtækja á hverjum stað. Upplýsingamiðstöð Farskólans er í Fjölbrautaskóla Suðurlands og þangað geta einstaklingar og fyrirtæki leitað varðandi innritanir og upplýsingar um námskeið á vegum skólans. Farskólinn starfar um allt Suðurland og á vegum skólans verða fjölmörg námskeið á komandi vetri. Meðal námskeiða má nefna tölvufræðslu, bútasaum, skrautskrift, listmunasmíði, íslensku fyrir útlendinga, hjúkrun langveikra og öskjusmíði. Morgunblaðið/Sig. Fannar. HVAÐ verðum við þegar við verðum stórir? Ungir piltar velta fyrir sér framtíðinni og fletta upplýsingariti Farskóla Suðurlands.