BRÆÐURNIR úr Oasis hafa aldrei farið leynt með aðdáun sína á Bítlunum. Nú nýverið lék gítarleikarinn Noel Gallagher í sinni fyrstu kvikmynd, "Mad Cows" eða Óðar kýr, og er það vísast engin tilviljun að í myndinni gengur hann yfir gatnamótin á Abbey Road þar sem Bítlarnir létu mynda sig fyrir samnefnt plötuumslag árið 1969.

Í fótspor Bítlanna

BRÆÐURNIR úr Oasis hafa aldrei farið leynt með aðdáun sína á Bítlunum. Nú nýverið lék gítarleikarinn Noel Gallagher í sinni fyrstu kvikmynd, "Mad Cows" eða Óðar kýr, og er það vísast engin tilviljun að í myndinni gengur hann yfir gatnamótin á Abbey Road þar sem Bítlarnir létu mynda sig fyrir samnefnt plötuumslag árið 1969. Annars fjallar kvikmyndin um Ástrala sem er tekinn fyrir stuld í versluninni Harrod's í Lundúnum.