ENN einn klofningurinn virðist við það að eiga sér stað í samtökum lýðveldissinna á N-Írlandi, ef marka má frétt írska dagblaðsins The Irish Times. Blaðið greindi frá því í vikunni að samtökin "hið sanna IRA", sem sjálf eru klofningshópur úr Írska lýðveldishernum (IRA), hefðu hist á fundi í Clare-sýslu á Írlandi í vikunni til að ræða framtíð sína,

Klofningur hjá

"hinu sanna IRA"?

ENN einn klofningurinn virðist við það að eiga sér stað í samtökum lýðveldissinna á N-Írlandi, ef marka má frétt írska dagblaðsins The Irish Times . Blaðið greindi frá því í vikunni að samtökin "hið sanna IRA", sem sjálf eru klofningshópur úr Írska lýðveldishernum (IRA), hefðu hist á fundi í Clare-sýslu á Írlandi í vikunni til að ræða framtíð sína, og að vænta mætti yfirlýsingar um varanlegt vopnahlé að fundinum loknum. Í gær greindi blaðið hins vegar frá því að klofningur hefði komið upp í samtökunum milli harðlínumanna og annarra og því var tilkynningu um vopnahlé skotið á frest.

"Hið sanna IRA" var ábyrgt fyrir sprengjutilræðinu í Omagh fyrir tveimur vikum þar sem 28 fórust og lýsti því yfir eftir Omagh-ódæðið, að þau hefðu tímabundið hætt ofbeldisverkum. Tilkynning um varanlegt vopnahlé fær hins vegar enn að bíða betri tíma.