ÉG ER nýbúin á þriggja mánaða námskeiði hjá Förðunarskólanum," segir Hafrún Pálsdóttir, "þetta var grunnámskeið sem stóð fjóra tíma á dag fjóra daga vikunnar." Hafrún segir að kennslan hafi verið markviss og nemendur komist yfir mikið efni en um var að ræða sýnikennslu, leiðbeiningar og ýmiskonar æfingar.
Stefnir á förðun fyrir leikhús

Námskeið í Förðunarskóla Íslands hefjast í september og heita þau fyrstu grunnur 1 og grunnur 2. Hafrún Pálsdóttir hefur nýlokið námskeiði í skólanum.

ÉG ER nýbúin á þriggja mánaða námskeiði hjá Förðunarskólanum," segir Hafrún Pálsdóttir, "þetta var grunnámskeið sem stóð fjóra tíma á dag fjóra daga vikunnar."

Hafrún segir að kennslan hafi verið markviss og nemendur komist yfir mikið efni en um var að ræða sýnikennslu, leiðbeiningar og ýmiskonar æfingar. "Það var farið í förðun fyrir ljósmyndir, tísku, kvikmyndir og leikhús," segir hún og að hún stefni á frekara nám í þessum fræðum.

"Þetta nám gefur mér færi á að leita mér að vinnu á snyrtistofum. Ég held að það muni gagnast mér vel," segir hún og að megináherslan hafi verið á andlitsförðun. Á framhaldsnámskeið er hinsvegar farið í líkamsmálun.

Hún hefur núna bæði reynslu og þekkingu til að meta til dæmis hvaða litir passa saman og hverjir ekki. Andstæðir litir skapa gráma og dökkblár og skærgulur grænku á samskeytum sem sennilega flestir vilja forðast. Einnig geta of margir litir í andliti birst sem grár litur.

Morgunblaðið/Arnaldur HAFRÚN nýbúin á námskeiði hjá Förðunarskólanum.