ÞORGERÐUR Sigurðardóttir, myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkmyndum í bókasafni Háskólans á Akureyri á Sólborg, mánudaginn 31. ágúst kl. 16-18. Á sýningunni eru tvær myndraðir byggðar á skreytingum og táknmyndum í miðaldalist. Grafíkmyndirnar á sýningunni eru tréristur og aðeins til í einu eintaki hver. Ekki verða gerðar fleiri af hverri tegund.
Akureyri

Þorgerður sýnir í bókasafni HA

ÞORGERÐUR Sigurðardóttir, myndlistarmaður opnar sýningu á grafíkmyndum í bókasafni Háskólans á Akureyri á Sólborg, mánudaginn 31. ágúst kl. 16-18. Á sýningunni eru tvær myndraðir byggðar á skreytingum og táknmyndum í miðaldalist.

Grafíkmyndirnar á sýningunni eru tréristur og aðeins til í einu eintaki hver. Ekki verða gerðar fleiri af hverri tegund. Þær eru gerðar á síðari hluta ársins 1997 og fyrri hluta þessa árs. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 8-18 og frá kl. 12-15 á laugardögum og stendur til septemberloka.