BANKARÁÐ og bankastjórn Búnaðarbanka Íslands hf. fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hún hefur tekið í málefnum bankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. "Frá því að hlutafélag um Búnaðarbanka Íslands var stofnað hefur bankinn unnið að því að efla starfsemi sína á flestum sviðum, bæta eiginfjárstöðu og rekstrarafkomu.
Yfirstjórn Búnaðarbankans

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar fagnað BANKARÁÐ og bankastjórn Búnaðarbanka Íslands hf. fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hún hefur tekið í málefnum bankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. "Frá því að hlutafélag um Búnaðarbanka Íslands var stofnað hefur bankinn unnið að því að efla starfsemi sína á flestum sviðum, bæta eiginfjárstöðu og rekstrarafkomu. Allt bendir til að framhald verði á góðum árangri af þessari stefnu bankans og að verðgildi hans fari að sama skapi vaxandi. Á næstunni liggur fyrir að bjóða út nýtt hlutafé í bankanum í samræmi við lagaákvæði um hlutafélagsbankana og yfirlýsingar viðskiptaráðherra. Það þjónar þeim sama tilgangi að treysta stöðu bankans og auka verðmæti hans, en einnig að fá fram mat á verðgildi hlutabréfanna á Verðbréfaþingi Íslands. Allt er þetta í samræmi við þær áætlanir sem hafðar voru að leiðarljósi við breytingar á bankanum í hlutafélagsbanka og þær yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar að bankinn fengi allt að fjögurra ára ráðrúm til þess að efla styrk sinn og stöðu áður en kæmi að sölu á stofnhlutafé hans," segir í fréttatilkynningu frá Búnaðarbanka Íslands.