Í BRIDSÞÆTTI í Morgunblaðinu á miðvikudag, þar sem fjallað var um heimsmeistaramót í brids, sem nú stendur yfir í Frakklandi, var ekki getið um þátttöku Drafnar Guðmundsdóttur og Ásgeirs Ásbjörnssonar í blönduðum tvímenningsflokki. Í undankeppni urðu þau í 382. sæti af 598 pörum og komust ekki í úrslitakeppnina. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT

Spiluðu á HM í brids

Í BRIDSÞÆTTI í Morgunblaðinu á miðvikudag, þar sem fjallað var um heimsmeistaramót í brids, sem nú stendur yfir í Frakklandi, var ekki getið um þátttöku Drafnar Guðmundsdóttur og Ásgeirs Ásbjörnssonar í blönduðum tvímenningsflokki. Í undankeppni urðu þau í 382. sæti af 598 pörum og komust ekki í úrslitakeppnina. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

Nafnabrengl

NAFNABRENGL varð á nöfnum Magnúsar Ver Magnússonar og Hjalta Úrsusar Árnasonar í blaðinu í gær. Það var Hjalti Úrsus Árnason sem var kynnir á leikunum í sumar. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

Misritun á nafni

Í viðtali við Sigríði Valdimarsdóttur talsímakonu sem birt var í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins ekki alls fyrir löngu var rætt um fyrsta landssímastjórann. Nafn hans misritaðist. Hann hét Olav Forberg og var landssímastjóri frá 1906 til 1927.