REKSTUR tveggja stærstu fornbókaverslana borgarinnar verður sameinaður á næstunni í kjölfar kaupa Bókavörðunnar ehf. á Bókinni hf. Um er að ræða tvær gamalgrónar fornbókaverslanir sem starfræktar hafa verið í hjarta Reykjavíkur um áratugaskeið. Aðdragandi kaupa Bókavörðunnar á Bókinni var fremur stuttur og er tilgangurinn með sameiningunni sá að ná fram bættum og hagkvæmari rekstri fyrirtækjanna.
ÐHræringar á fornbókamarkaði

Bóka-

varðan og

Bókin

sameinast

REKSTUR tveggja stærstu fornbókaverslana borgarinnar verður sameinaður á næstunni í kjölfar kaupa Bókavörðunnar ehf. á Bókinni hf. Um er að ræða tvær gamalgrónar fornbókaverslanir sem starfræktar hafa verið í hjarta Reykjavíkur um áratugaskeið. Aðdragandi kaupa Bókavörðunnar á Bókinni var fremur stuttur og er tilgangurinn með sameiningunni sá að ná fram bættum og hagkvæmari rekstri fyrirtækjanna.

Fornbókaverslunin Bókin hf. hefur verið starfrækt frá árinu 1962. Að undanförnu hefur hún verið rekin af Gunnari Valdimarssyni verslunarstjóra og Snæ Jóhannessyni, en Stefán Oddur Magnússon hefur verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá upphafi. Verslunin var lengi til húsa að Laugavegi 1 en var síðast við Grundarstíg 2.

Bókavarðan ehf. var stofnuð 1977 af Braga Kristjónssyni bókakaupmanni. Verslunin var fyrst til húsa við Skólavörðustíg, síðan við Hverfisgötu, þá við Vatnsstíg, fluttist síðan í Hafnarstræti en hefur síðastliðin þrjú ár verið við Vesturgötu. Bragi rekur verslunina nú í samstarfi við son sinn, Ara Gísla Bragason.

Sameining og hagræðing

Kaupverðið fæst ekki gefið upp. Að sögn Ara Gísla var aðdragandinn að kaupunum fremur stuttur. Forráðamenn fyrirtækjanna hittust í júlí og náðist brátt samkomulag um kaupin og sameiningu fyrirtækjanna. "Tilgangurinn með sameiningunni er að ná fram bættum og hagkvæmari rekstri fyrirtækjanna við breyttar aðstæður á bókamarkaði. Með auknu bókaúrvali og bættri upplýsingagjöf, t.d. á alnetinu, ætlum við að bæta þjónustuna og viðskiptavinir munu njóta þess með ýmsum hætti," segir Ari Gísli.