FRYSTIHÚS Haralds Böðvarssonar hf. í Sandgerði undirbýr nú nýtt vinnsluferli í sambandi við þurrkun loðnu og er markmiðið að selja vöruna á Japansmarkaði, að sögn HB-frétta. Kerfið verður tekið í notkun í október. Framleidd verður vinsæl neytendavara úr loðnu með góða hrognafyllingu en hingað til hefur hráefnið í vöruna verið sent til vinnslu erlendis.

Nýjung í

loðnuverkun

FRYSTIHÚS Haralds Böðvarssonar hf. í Sandgerði undirbýr nú nýtt vinnsluferli í sambandi við þurrkun loðnu og er markmiðið að selja vöruna á Japansmarkaði, að sögn HB-frétta.

Kerfið verður tekið í notkun í október. Framleidd verður vinsæl neytendavara úr loðnu með góða hrognafyllingu en hingað til hefur hráefnið í vöruna verið sent til vinnslu erlendis.

Að sögn Einvarðs Albertssonar, rekstrarstjóra HB í Sandgerði, getur þessi nýjung skapað 20-25 ný störf allt árið í frystihúsinu. HB á nú um 400 tonn af frystri, hrognafullri loðnu sem verður hráefni í vinnsluna og má ætla að afköstin verði 3,5 til 4 tonn á dag.

Sigurjón Arason hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur ásamt Ingólfi Árnasyni unnið að þróun nýja vinnslukerfisins ásamt starfsmönnum Skagans hf. Vinnslustjóri verður Aðalsteinn Árnason sem verið hefur frumkvöðull í vinnslu loðnu til þurrkunar á Íslandi.